Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 15
SKÍRNIR
HEIMSPEKI OG FRÁSAGNIR
13
úr leik þegar leita skal skilnings og skýringa eftir skynsamlegum
leiðum. Heimspekin virðist því koma fram hjá Platóni sem við-
leitni til að sigrast á þessum órökvíslega hugsunarmáta sem frá-
sagnir bera merki um og er að dómi Platóns við hæfi barna, en
ekki þeirra sem leita visku. Heimspekin verður til með því að
hafna frásagnarhugsuninni, enda segir sagan að Platón hafi
brennt leikrit sín og annan skáldskap, þegar hann hóf að stunda
heimspeki með lærimeistara sínum, Sókratesi. Þau mörgu háðs-
yrði um skáldskap, sem finna má í ritum Platóns, eru einnig
til marks um þetta viðliorf hans, en á hans dögum einkennist
skáldskapurinn öðru fremur af frásagnarlist.
Þetta almenna viðhorf, að frásagnir séu heimspekinni óæðri,
hefur getið af sér tvö ólík sjónarmið. Annað þeirra felst í því að
líta svo á að frásögnin sé með öllu óskyld heimspekinni, hún sé
tjáningarmáti sinnar tegundar, líkt og dans eða tónlist, og hafi
ekkert með skilning eða skýringu að gera, sem falli beint undir
heimspeki og vísindi. Samkvæmt þessu sjónarmiði eru heimspeki
og frásagnir algerlega aðgreind svið mannlegrar hugsunar og
tjáningar. Frásögn miðaði að því að skemmta fólki með því að
fræða það um annað fólk, ímyndað eða raunverulegt, og atburði
í lífi þess, en veitti ekki skilning eða skýringu á einu eða neinu
nema þá af slysni eða sem aukagetu. Heimspekin miðaði að því
að fá fólk til að skilja hlutina með því að skýra orsakir þeirra
eða ástæður, en veitti fólki ekki neina skemmtun nema þá af
slysni eða til að krydda lærdóminn.
Hitt sjónarmiðið felst í því að líta á það að segja sögur sem
óþroskaðan vísi að heimspekihugsun. Samkvæmt því er frásögn-
in í sjálfu sér viðleitni til að skýra fyrir sér veruleikann, mark-
mið hennar er því hið sama og heimspekinnar, sem sagt skiln-
ingur á heiminum. Það sem aðgreinir heimspekikenningar og
frásagnir er viðhorfið til viðfangsefnisins, veruleikans. Frásögn
er bundin einstakri atburðarás, einstökum persónum, athöfn-
um þeirra og aðstæðum, hún er reist á ytri sýn til þess sem á sér
stað í heiminum, þ.e. liún skoðar ekki hið innra samhengi sem
ríkir milli hinna ýmsu þátta veruleikans. Heimspekin lætur sér
á hinn bóginn ekki nægja að skoða hlutina þannig utan frá
heldur einbeitir sér að hinu innra samhengi, lætur ekki staðar