Skírnir - 01.01.1981, Page 16
14 PÁLL SKÚLASON SKÍRNIR
mimið við einstök atriði á yfirborði veruleikans, ef svo má að
orði komast.
Með öðrum orðum: frásagnarhugsun væri eiginlegt að greina
frá því hvernig athafnir og hugsanir fólks við tilteknar aðstæður
leiða til ákveðinna atburða, sem breyta aðstæðum fólks og vekja
upp nýjar hugmyndir og athafnir sem aftur verða til að breyta
aðstæðunum og valda nýjum atburðum og svo koll af kolli.
Frásagnarhugsun sýndi þannig ákveðna rökvísi eða skynsemi
að verki í heiminum, sem hún gerði sér þó ekki ljósa grein
fyrir, eða ef hún gerði það, þá kallaði hún hana „örlög“,
„forsjón" eða annað í þá veru (svo sem „handleiðslu guðs“
eða „handaverk djöfulsins“), þ.e. hún skírskotaði til óæðri eða
táknrænna afla. Heimspekihugsun sneri sér liins vegar beint að
þeirri rökvísi eða skynsemi sem greina má í hugsun manna og
athöfnum, legði dóm á skoðanir manna og gerðir í ljósi ákveð-
inna mælikvarða, reyndi í stuttu máli sagt að fella rök mann-
lífsins í ákveðið kerfi hugtaka.
IV
Þetta almenna viðhorf heimspekinnar til frásagna og þau tvö
afbrigði þess, sem ég hef stuttlega rakið, eru að mínum dómi
ekki aðeins reist á lrleypidómum, heldur bera vissulega vitni
um hroka lieimspekinnar — eða á ég að segja heimspekinga? —
gagnvart annars konar hugsunarhætti en þeim einum sem verð-
skuldar að kallast „heimspekilegur". Um leið og ég rökstyð
þessa staðhæfingu mína vonast ég til að skýra að nokkru leyti
takmarkanir heimspekihugsunar andspænis frásagnarhugsun.
Röksemd mín fyrir þessum liarða dómi um heimspekina er
afar einföld. Menn hugsa og komast ekki hjá því að hugsa sí-
fellt í frásögnum bæði til þess að skipuleggja líf sitt, til þess
að átta sig eða staðsetja í heiminum og til þess að skilja sjálfa
sig og aðra.
Til gamans langar mig til að skjóta inn tveimur stuttum sög-
um. Aðra fann ég í riti eftir amerískan höfund, Sheldon Kopp.
Ivopp telur sjálfsvitund hvers manns sprottna af þeim sögum
sem hann getur sagt úr eigin lífi og þeirri menningu sem hann
tilheyrir. Hann vitnar í eftirfarandi sögu til að útlista mál sitt: