Skírnir - 01.01.1981, Síða 17
SKÍRNIR
HEIMSPEKI OG FRÁSAGNIR
15
Þegar hinn mikli rabbi Israel Baal Shenr-Tov sá ógæfu vofa yfir Gyðing-
um var venja hans að fara á ákveðinn stað inni x skóginum til að hugleiða.
Þar kveikti hann eld, fór með ákveðna bæn, og kraftaverk gerðist og ógæf-
unni var afstýrt.
Síðar þegar lærisveinn hans, hinn frægi Magid frá Mezrith, þurfti af sömu
ástæðum að ná til Guðs fór hann á sama stað inn í skóginn og sagði: „Drott-
inn, heyr mál mitt! Ég kann ekki að kveikja eldinn, en ég kann þó bænina."
Kraftaverkið gerðist aftur.
Löngu síðar þegar rabbi Moshe-Leib frá Sasov þurfti að bjarga þjóð sinni
fór hann inn í skóginn og sagði: „Ég kann ekki að kveikja eldinn og ég kann
ekki bænina, en ég þekki þennan stað og það verður að nægja.“
Þá kom að því að rabbi Israel frá Rishyn varð að afstýra ógæfunni.
Hann sat i stól sínum með báðar hendur fyrir andlitinu og mælti við
Drottin: „Ég kann ekki að kveikja eldinn og ég kann ekki bænina; ég get
ekki einu sinni fundið staðinn inni í skóginum. Það eina sem ég get er að
segja þessa sögu og það verður að nægja." Og það nægði. Guð skapaði
manninn af því að hann elskar sögur.3
Annar höfundur amerískur, Gregory Bateson að nafni, segir
efdrfarandi sögu í riti sínu Mind and Nature:
Maður nokkur hafði hug á að fræðast um eðli hugsunar, ekki eins og hún
er í náttúrunni, heldur í stórri einkatölvu sinni. Hann spurði því tölvuna:
„Getur þú reiknað út hvort þú munir nokkum tíma geta hugsað eins
og mannleg vera?“ Vélin fór nú í gang með það að sundurliða eigin reikni-
venjur. Loks prentaði vélin svarið á pappirsblað, eins og slíkar vélar gera.
Maðurinn flýtti sér að ná í blaðið og þar stóð þetta snyrtilega vélritað:
ÞETTA MINNIR MIG Á SÖGUA
Þessar tvær sögur segja hvor með sínum hætti hið sama: Það
að segja sögu liggur mannlegri hugsun til grundvallar, miklu
fremur en hæfileikinn til að smíða hugtakakerfi, reikna eða
framkvæma aðrar huglægar eða andlegar aðgerðir. Bateson, sem
var líffræðingur að mennt, gengur raunar svo langt að segja að
það að „hugsa í frásögnum" hljóti að vera sameiginlegt öllurn
verum sem gæddar eru „liugsun“ eða „huga“, hvort heldur það
erum við sjálf eða frumstæðar lífverur. Kopp, sem er sálfræðing-
ur að mennt, heldur því hins vegar fram að frásagnargáfan, þetta
„að hugsa í sögum“, sé það sem aðgreinir mennina frá dýrunum.
Hann virðist hafa í huga að vitund þeirra um sjálfa sig sem
persónur sé órofa tengd vitund þeirra um sína eigin fortíð. Þessi
fortíð er okkur einungis aðgengileg í frásögnum sem við hag-