Skírnir - 01.01.1981, Page 19
SKÍRNIR
HEIMSPEKI OG FRASAGNIR
17
hellissöguna). Descartes kýs að varpa Ijósi á heimspekiaðferð
sína með sjálfsævisöguþáttum. Hegel lýkur Réttarheimspeki
sinni með frásögn af þróun stjórnforma og markar þannig kenn-
ingu sinni bás við tilteknar aðstæður í sögunni. Sartre samdi
skáldsögur og leikrit til að leggja niður fyrir sér ýmis siðferði-
leg vandamál.
Þessi dæmi sýna að sjálfsögðu ekki að heimspeki nærist bein-
línis á frásögnum eða þurfi að beita frásagnarhugsun; heimspek-
ingarnir hafa gjarnan lag á að láta sögur sínar virðast aukaatriði
miðað við sjálfar kenningarnar! Það er að sjálfsögðu ekki til-
viljun; heimspekin er einmitt fólgin í því að hefja sig yfir frá-
sagnirnar. Af því hafa sprottið tvö ólík heimspekileg sjónarmið
til frásagna eins og áður er lýst: Annað sem telur svo skörp skil
vera á milli heimspeki og frásagna að um tvo öldungis óskylda
hugsunar- og tjáningarmáta sé að ræða, hitt sem lítur á frásagn-
ir sem óþroskaðan vísi að heimspeki.
Ef mér á að takast að sýna að heimspekin þarfnist frásagnar-
hugsunar, þá verð ég að sýna fram á rót þessara tveggja sjónar-
miða í þeim hugsunarhætti sem liggur frásögnum til grundvall-
ar. Fyrra sjónarmiðið virðist ekki gera ráð fyrir að heimspekin
eigi sér neinar slíkar rætur, síðara sjónarmiðið viðurkennir að
vísu að í frásögnum leynist vísir að heimspekilegri liugsun, en
sama mætti raunar segja, samkvæmt þessu sjónarmiði, um alla
aðra andlega viðleitni sem fram kemur í listum, trúarbrögðum
og frumstæðum vísindum: í þeim öllum leynist vísir að skynsemi
sem gæti dafnað og orðið að sjálfstæðri, vísindalegri heimspeki-
hugsun. Það sem mér er í mun að sýna er að heimspekin þarfnist
frásagna og frásagnarhugsunar til þess að geta þrifist og borið
góðan ávöxt. Kenning mín brýtur þannig í bága við hin hefð-
bundnu sjónarmið tvö. Við skulum því huga nánar að þessum
tveimur sjónarmiðum.
A. Annars vegar höfum við það sjónarmið að heimspeki sé
að öllu leyti ósöguleg fræðigrein, hún horfi fram hjá allri sögu
og smíði kenningar sem hafi enga tímanlega vídd, þar sé um
að ræða að skýra rökleg tengsl, ekki söguleg. Veruleikinn, sem
slík heimspeki vill skýra, á að vera varanlegur, óbreytilegur,
statískur. Markmiðið er að smíða hugtaka- og kenningakerfi
2