Skírnir - 01.01.1981, Page 21
SKÍRNIR
HEIMSPEKI OG FRÁSAGNIR
19
inna aðstæðna og persóna, raunverulegra eða ímyndaðra. Við
sjáum þetta einkenni skýrt í kjaftasögunni eða fiskisögunni sem
gengur frá manni til manns og breytist smám saman í meðförum
vegna þess að fólk miklar fyrir sér og áheyrendum sínum ólík
atriði sögunnar (eða hugsanlega sömu atriði sögunnar). Þetta
sama einkenni sjáum við líka vel með því að bera saman tvær
ólíkar frásagnir af sömu atburðum: mismunur þeirra þarf ekki
að vera fólginn í öðru en mismunandi áherslu á eitt atriði sem
veldur því að um gerólíkar frásagnir er að ræða.
Ég sagði að miklun hins einstaka í frásögn ætti sér stað með
samspili ákveðinna aðstæðna og persóna. Hvernig fer þetta sam-
spil fram? Til að skilja það verðum við fyrst að gera okkur
ljóst að öll frásögn leikur á tveimur ásum, öðrum bundnum
tímaröð sem við getum kallað hinn lárétta ás sögunnar, hinum
óbundnum tímaröð sem við getum kallað hinn lóðrétta ás sög-
unnar. Hver einstök atriði sögunnar eru þannig sífellt í tveimur
víddum, annarri myndrænni, hinni tímanlegri. Hin tímanlega
vídd, lárétti ásinn, sem ég kalla svo, gefur hverjum atburði sér-
stöðu í sögunni með því að greina hann frá því sem á undan
er komið og því sem á eftir fer. Fyrst gerist A, svo B, svo C o.s.frv.
Skýrustu dæmin um greinarmun þessara tveggja ása finnum
við í kennslubókum í sögu. Þar er oft brugðið upp myndum af
einstökum atburðum eða persónum án þess að nokkur tilraun
sé gerð til að lýsa þeim í tímanlegu samhengi; þetta er algengt
í sögubókum handa yngstu nemendum. í öðrum sögubókum er
liins vegar oft lögð megináhersla á ákveðnar tímaraðir með við-
eigandi ártölum og upptalningu atburða. Miklun hins einstaka
í frásögn á sér þó yfirleitt stað með samtvinnun hinna tveggja
vídda, hinnar myndrænu og hinnar tímanlegu.
Þannig hefur Njálsbrenna algera sérstöðu í atburðarás Njáls-
sögu; hún er einstakur atburður sem allir aðrir atburðir sög-
unnar víkja á vissan hátt fyrir. En þessi miklun Njálsbrennu í
sögunni gerist ekki vegna samspils á tímaásnum einum, heldur
ekki síður vegna samspils á hinum lóðrétta eða myndræna ás
sögunnar. í Njálsbrennu endurspeglast Njálssaga öll með viss-
um hætti, upphaf hennar og endir eru fléttuð inn í þá mynd
sem dregin er upp af brennunni. í þeirri mynd fær öll forsaga