Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1981, Page 22

Skírnir - 01.01.1981, Page 22
20 PÁLL SKÚLASON SKÍRNIR atburðarins ákveðið vægi, öll einstök atriði og atvik sögunnar sem áður var greint frá falla á sinn stað í þeirri hrikalegu mynd sem gefin er af atburðinum, og um leið eru gefnar nákvæmar vísbendingar um hvaða atvik og persónur eiga eftir að skipta máli í sögunni. Hér hvílir áherslan á samstöðu allra þátta sög- unnar en ekki á sérstöðu þeirra. Átök þessara tveggja vídda eða ása í frásagnarlistinni má ekki síður greina í kvikmyndum þar sem samspil allra þátta, sérstaða og samstaða hinna ýmsu atburða, aðstæðna og persóna, gerist í þessum tveimur víddum. Þetta sést glöggt á hversdagslegum dómum okkar um kvikmyndir, ýmist finnst okkur að of mikið sé gert úr hinum myndræna þætti eða að atburðarásin sé of hröð. í rauninni er kvikmyndalistin arftaki hinnar hefðbundnu frá- sagnar þó að hún eigi væntanlega aldrei eftir að útrýma henni með öllu. C. Hvernig má nú rekja hin tvö ólíku heimspekisjónarmið til frásagnarhugsunarinnar eins og henni hefur verið lýst? í stuttu máli sagt sýnist mér að þau eigi rót sína að rekja til hinna tveggja vídda frásagnarinnar. Þegar Platón talar um að heimspekin hefjist þegar menn hætti að segja sögur felst í því að það sé liin myndræna vídd, samstöðuþáttur frásagnarhugs- unar, sem leggja beri alla áherslu á, eða með orðalagi sem heim- spekingum er tamara: það er hin röklega gerð, samspil liinna röklegu þátta veruleikans sem þarf að gera sér í hugarlund til þess að geta farið að stunda heimspeki. Að tala um myndræna vídd er þó engan veginn út í bláinn; veruleikinn samanstendur samkvæmt frægri kenningu Platóns af ideum, sem við þýðum með frummyndum; idea er dregin af eidon sem merkir „ég sá“, en eidos þýðir ásýnd, lögun eða form; idean er hin sanna mynd eða gerð veruleikans; og svo ég reki fleiri orðsifjar til gamans þá er latneska sögnin videre, að sjá, dregin af sama stofni og idea, svo og íslensku orðin að vita og vitund. Heimspekingur, sem hugsar í anda Platóns, vill sjá hina sönnu mynd veruleikans; hann vill mynda heiminn, gera sér eins skýra og greinilega mynd af honum og frekast er kostur, svo að ég bregði fyrir mig orðalagi úr heimspeki Descartes. í stað þess að draga í orðum upp mynd af því sem á sér stað í heiminum vill
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.