Skírnir - 01.01.1981, Page 22
20
PÁLL SKÚLASON
SKÍRNIR
atburðarins ákveðið vægi, öll einstök atriði og atvik sögunnar
sem áður var greint frá falla á sinn stað í þeirri hrikalegu mynd
sem gefin er af atburðinum, og um leið eru gefnar nákvæmar
vísbendingar um hvaða atvik og persónur eiga eftir að skipta
máli í sögunni. Hér hvílir áherslan á samstöðu allra þátta sög-
unnar en ekki á sérstöðu þeirra.
Átök þessara tveggja vídda eða ása í frásagnarlistinni má ekki
síður greina í kvikmyndum þar sem samspil allra þátta, sérstaða
og samstaða hinna ýmsu atburða, aðstæðna og persóna, gerist
í þessum tveimur víddum. Þetta sést glöggt á hversdagslegum
dómum okkar um kvikmyndir, ýmist finnst okkur að of mikið sé
gert úr hinum myndræna þætti eða að atburðarásin sé of hröð.
í rauninni er kvikmyndalistin arftaki hinnar hefðbundnu frá-
sagnar þó að hún eigi væntanlega aldrei eftir að útrýma henni
með öllu.
C. Hvernig má nú rekja hin tvö ólíku heimspekisjónarmið
til frásagnarhugsunarinnar eins og henni hefur verið lýst? í
stuttu máli sagt sýnist mér að þau eigi rót sína að rekja til
hinna tveggja vídda frásagnarinnar. Þegar Platón talar um að
heimspekin hefjist þegar menn hætti að segja sögur felst í því
að það sé liin myndræna vídd, samstöðuþáttur frásagnarhugs-
unar, sem leggja beri alla áherslu á, eða með orðalagi sem heim-
spekingum er tamara: það er hin röklega gerð, samspil liinna
röklegu þátta veruleikans sem þarf að gera sér í hugarlund til
þess að geta farið að stunda heimspeki. Að tala um myndræna
vídd er þó engan veginn út í bláinn; veruleikinn samanstendur
samkvæmt frægri kenningu Platóns af ideum, sem við þýðum
með frummyndum; idea er dregin af eidon sem merkir „ég sá“,
en eidos þýðir ásýnd, lögun eða form; idean er hin sanna mynd
eða gerð veruleikans; og svo ég reki fleiri orðsifjar til gamans þá
er latneska sögnin videre, að sjá, dregin af sama stofni og idea,
svo og íslensku orðin að vita og vitund.
Heimspekingur, sem hugsar í anda Platóns, vill sjá hina sönnu
mynd veruleikans; hann vill mynda heiminn, gera sér eins skýra
og greinilega mynd af honum og frekast er kostur, svo að ég
bregði fyrir mig orðalagi úr heimspeki Descartes. í stað þess að
draga í orðum upp mynd af því sem á sér stað í heiminum vill