Skírnir - 01.01.1981, Page 24
22
PÁLL SKÚLASON
SKÍRNIR
hina myndrænu vídd frásagnarhugsunar, þá má segja að hin
kristna guðfræði magni hina tímanlegu vídd hennar, reyndar
svo mjög að upphaf og endir heimsins eru einu skýru þættirnir
í þeirri baráttu góðra og illra afla sem sífellt á sér stað í heim-
inum. Þeirri baráttu er ávallt í þann mund að Ijúka með sigri
hins góða, jafnvel þegar mestu hörmungar dynja yfir, vegna
þess að Frelsarinn færði mönnum vonina og er þegar á meðal
þeirra. Og þessi endir endurspeglar upphafið, sköpunina. Frels-
unin úr viðjum hins illa er ný sköpun, endursköpun. Trúarat-
höfn kristinna manna felst fyrst og fremst í því að virkja fólk til
þátttöku í þessari sögu sem sífellt á sér stað: hefur gerst, er að
gerast og mun gerast — sögunni af sköpuninni, spillingunni,
frelsuninni.
Þessi trúarlega miklun á upphafinu og endalokunum felur
í sér allt annars konar viðhorf til heimsins en það sem einkennir
gríska heimspeki sem lítur á heiminn sem kosmos — eina skipu-
lega heild — þar sem allt á sér ákveðinn stað og viss meginregla
ríkir eins og í vel gerðri mynd. Heimurinn sem kristnir menn
sjá er heimur stríðandi afla, heimur þar sem sundrung, spilling
og synd leika lausum hala og gera mennina framandi sjálfum
sér og mannlífið óskiljanlegt, ef ekki væri sagan af Frelsaranum
sem færir hina einu sönnu von.
Þessi miklun liinnar tímanlegu víddar liefur komið frarn með
ýmsum hætti í heimspeki. Hér rnætti nefna sem dæmi ýmsar
kenningar allar götur frá Ágústínusi kirkjuföður til Kierke-
gaards og Nietzsclres og ýmissa samtímaheimspekinga. Ég tek
hér heimspeki Jean-Paul Sartres sem dæmi því að í lienni má
greinilega sjá bæði hinn myndræna þátt og hinn tímanlega. í
hinu fyrra stóra heimspekiriti sínu, Vera og neind (1943), reynir
Sartre að draga upp heilsteypta mynd af röklegum innviðum
mannlegrar tilveru; hann miklar hér hið statíska, óbreytanlega,
varanlega, í tilverunni; hann vill sjá veruhætti mannsins sub
specie œternitatis og hann ríður því flóið hugtakanet sem á
að spanna tengsl mannsins við hlutveruleikann, við sjálfan sig
og aðra og gera reynslu mannsins í heild skiljanlega. Sú heims-
mynd sem hér er dregin upp er í senn einföld og flókin; einföld
því að það eru einungis tveir megindrættir í þessari mynd, vera