Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 25
SKÍRNIR
HEIMSPEKI OG FRÁSAGNIR
23
hlutanna, vera vitundarinnar; flókin því að vitundin málar
heiminn í ótal litum, ef svo má að orði komast.
í hinu síðara höfuðriti Sartres, Gagnrýni tvisýnnar skynsemi
(1960), eru áherslurnar allt aðrar. Þar er það hin sögulega, tím-
anlega vídd hugsunarinnar sem Sartre miklar fyrir sér og dregur
upp opna „hringrásarkenningu“ af hinum stjórnmálalega veru-
leika manna. Yfirlýst markmið Sartres í þessu riti er þó að draga
upp röklega mynd af innviðum sögunnar, lýsa því kerfi sem ger-
ir söguna skiljanlega, skýra formgerð hennar. En það er eins og
Sartre hafi smám saman orðið æ betur Ijóst að „skynsemi sög-
unnar“ verður ekki felld í eitt fastmótað hugtakakerfi: „kerf-
in“, sem við getum smíðað til að skilja söguna, eru einungis
þverskurðarmyndir af gangi hennar á tilteknum augnablikum,
og þó við gerum margar slíkar myndir verðum við litlu nær um
þau öfl sem eru að verki í sögunni og ráða framvindu hennar.
Sartre lenti því upp á kant við strúktúralistana svokölluðu
sem vilja skýra alla skapaða hluti, mannlegar athafnir, siði,
tungumálið og að endingu söguna sjálfa samkvæmt kyrrstæðum,
lokuðum kerfum. Hin harða gagnrýni, sem Sartre varð fyrir á 7.
áratugnum af liálfu strúktúralista með þá Lévi-Strauss og Louis
Althusser í broddi fylkingar, er raunar angi af mikilli deilu
sem staðið hefur langa liríð um skýringu og skilning í mannvís-
indum. Sú deila er að verulegu leyti ekki annað en átök milli
þeirra tveggja póla eða öndverðu sjónarmiða í heimspeki sem
ég hef verið að fjalla um.
Þessari deilu er oft lýst — og verður sennilega einnig best lýst
— með því að segja að annars vegar sé öll áherslan lögð á hug-
lægt viðhorf, hins vegar á hlutlægt viðhorf. Hið huglæga við-
liorf svarar þá til þess að menn vilja skilja hlutina innan frá,
með þátttöku eða innlifun í þann veruleika sem þeir leitast við
að skilja. Hið hlutlæga viðhorf svarar til þess að menn vilja
skilja hlutina utan frá, með því að vera hlutlausir gagnvart við-
fangsefnum sínum, greina sjálfa sig alveg frá þeim veruleika
sem þeir leitast við að skilja.
Hið huglæga viðhorf hvílir þannig á hinni tímanlegu vídd
frásagnarhugsunar; þegar við lifum okkur inn í sögu fylgjum við
atburðarásinni eftir og leyfum spennunni að magnast í okkur