Skírnir - 01.01.1981, Page 26
24
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
sjálfum; frásögnin hrífur okkur með sér: „hvað svo og hvað
svo?“ spyrja allir sem fylgjast með skemmtilegri eða spennandi
sögu. Hið hlutlæga viðhorf hvílir hins vegar á hinni myndrænu
eða samtímalegu vídd frásagnarhugsunar; við skoðum þá form
og reglur sem eru eða virðast varanleg; við greinum á milli ein-
stakra atriða, röðum þeim saman og reynum að sjá hlutina í
ákveðnum kerfum sem við viljum helst geta ráðskast með að
vild okkar. Viðhorfið er hlutlægt því að það lætur ekki liina
huglægu, tímanlegu vídd hugsunar okkar koma fram í verki
vegna þess að þá hlyti myndin, hið varanlega mót eða kerfi
sem við stillum upp fyrir framan okkur eða fyrir hugskotssjón-
um okkar, að riðlast.
VI
Við getum nú gert okkur ljóst ekki aðeins með hvaða hætti
heimspeki og hin tvö öndverðu sjónarmið hennar eiga rætur
sínar að rekja til frásagna, heldur einnig hvers vegna heimspeki
þarfnast frásagnarhugsunar til þess að geta þrifist og veitt fyllri
og betri skilning á heiminum og okkar eigin veruleika. Hin önd-
verðu viðhorf eða sjónarmið eru bæði tvö dregin út úr frásagn-
arhugsun, þau eru leidd af þeim tveimur ólíku sjónarhornum
sem verka saman í frásögnum, hinu myndrana og hinu timan-
lega, eða hinu ylra og hinu innra, hinu hlutlœga og hinu hug-
lcega. Hin öndverðu heimspekisjónarmið einkennast þannig
bæði tvö af ein-sýni, heimurinn er skoðaður undir einu sjónar-
horni, ýmist sem myndrœn heild eða timanleg framvinda. Til að
afhjúpa veruleikann, gera reynslu okkar skiljanlega, þurfum við
á hinn bóginn á báðum þessum sjónarhornum að halda í senn,
við verðum að skoða heiminn og sjálf okkur á huglægan og hlut-
lægan liátt í sömu andrá líkt og við gerum í frásögnum. Það
dugar ekki að ætla að beita þessum sjónarhornum á víxl, heldur
verða þau að orka saman.
Margir heimspekingar hafa reynt að nýta þetta samspil sjón-
arhorna í fræðum sínum, láta frásagnarhugsunina klæðast bún-
ingi heimspekilegrar tjáningar eða virkja hana í heimspekilegri
orðræðu. Hér er þess enginn kostur að gera þessari viðleitni
heimspekinga verðug skil fremur en ýmsum öðrum verkefnum