Skírnir - 01.01.1981, Page 28
26 PÁLL SKÚLASON SKÍRNIR
öndverðum sjónarmiðum og leitar síðan ráða til þess að skilja
mótsögn þeirra.
Hér ætla ég ekki að rekja skipulega neina umfjöllun Kants,
heldur nefna máli mínu til skýringar eina þá mótsögn sem
hann glímir við og verið hefur eftirlætisviðfangsefni margra
heimspekinga, en það er mótsögnin milli frelsis og löggengis.
Hér eigast raunar við tvær fylkingar heimspekinga, annars
vegar þeir sem mikla fyrir sér frelsi mannsins til að taka sjálf-
stæðar ákvarðanir, hins vegar þeir sem vilja sjá orsakasam-
hengi, lögmál í öllu sem á sér stað í heiminum. í ljósi tilgátu
minnar um að heimspekin eigi sér rætur í frásagnarhugsun og
taka beri mið af þeirri staðreynd, þá er þessi mikla mótsögn
frelsis og löggengis sprottin af því að menn líta á málið frá einni
lrlið í senn, gera sig seka um hrapallega ein-sýni. Löggengis-
hugmyndin virðist eiga rætur í statísku, myndrænu sjónar-
miði, sem er síðan yfirfært á framvindu tiltekinnar atburðarásar
og síðan yfir á allar hugsanlegar atburðarásir í heiminum. Frels-
is-hugmyndin virðist á liinn bóginn eiga rætur sínar að rekja
til þess að menn mikla fyrir sér frumkvæði einstakra persóna í
tiltekinni atburðarás og yfirfæra síðan þetta frumkvæði á sögu
þjóða eða mannkynsins alls og segja að Maðurinn skapi Söguna
og sé ábyrgur fyrir henni.
Hér er skýrt dæmi þess að heimspekingarnir hafi ruglast í rím-
inu. Þeir hafa „gleymt“ að taka tillit til þeirrar staðreyndar að
það er marklaust að tala um frelsi manna nema í tengslum við
raunverulegar aðstæður þeirra í heiminum. Og skýringin á þess-
ari undarlegu „gleymsku“ blasir við: heimspekingarnir hafa ekki
viljað viðurkenna að raunverulegar aðstæður manna í heimin-
um eru eingöngu skiljanlegar í frásögnum, að frásögnin ein get-
ur varpað ljósi á þau örlög sem hverjum einstaklingi eru búin
og þar með að frásögnin ein afhjúpar ýmsa mikilvægustu þætti
tilverunnar.
Hinar öndverðu kenningar um löggengi og frelsi, sem lieilir
heimspekiskólar hafa snúist um, eru því vissulega úr tengslum
við veruleikann — þ.e.a.s. þann veruleika sem raunsæislegar frá-
sagnir af gangi mála í heiminum fræða okkur um. Og það er
því sannarlega ekki að undra þó að heimspekin sýnist stundum