Skírnir - 01.01.1981, Page 29
SKÍRNIR
HEIMSPEKI OG FRÁSAGNIR
27
vera í litlu sambandi við veruleikann. Með þessu er ég síður en
svo að réttlæta hleypidóma frásagnarhugsunarinnar í garð lieirn-
spekinnar sem vikið var að í upphafi þessa máls. Frásögn er eitt,
heimspeki annað; og frásagnir geta ekki komið í stað heimspeki-
kenninga fremur en heimspekin getur komið í stað frásagnanna.
En á sama hátt og gera má þá kröfu til lieimspekinnar að hiin
taki mið af frásagnarhugsun má ætlast til þess að sá hugsunar-
háttur, sem einkum er bundinn frásögnum, færi sér í nyt þá
tegund af gagnrýni á viðhorf, sjónarmið og hugmyndir sem
heimspekihugsunin ein getur sett fram.
Að baki þeirri tilgátu, sem ég hef reifað í þessum lestri, að
heimspekin eigi sér rætur í frásagnarhugsun, er sú sannfæring
mín að í hverri þeirri menningu, sem á sér háþroskaða frásagn-
arlist, leynist efniviður í lausnir á ýmsum áhugaverðustu ráð-
gátum mannsandans.
Eftir að fyrirlesturinn var fluttur hafa ýmsir vinir mínir og kunningjar
gert athugascmdir við hann og bent mér á eitt og annað sem betur mætti
fara eða ástæða væri til að gera nánari skil. Vil ég sérstaklega þakka
Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Eyjólfi Kjalar Emilssyni, Gunnari Karlssyni,
Halldóri Guðjónssyni, Mike Marlies, Vésteini Olasyni og Þorsteini Gylfa-
syni fyrir ábendingar þeirra. Þorsteinn veitti mér auk þess aðstoð við að
lagfæra textann eftir að hann var kominn í próförk og kann ég honurn
bestu þakkir fyrir.
1 Álit um ritgjörðir: „Njóla, eður auðveld skoðun himinsins, með þar af
fljótandi hugleiðingum um hátign guðs og alheims-áformið, eða hans til-
gáng með heiminn; af Birni Gunnlaugssyni, adj. (Boðsrit Bessastaða-
skóla 1842)“, Ný jélagsrit, fjórða ár 1844, bls. 115—131. — Ritdómurinn
er merktur S.M. sem mun vera Sigurður Melsted, þá guðfræðistúdent i
Katipmannahöfn, en hann sat í ritstjórn Nýrra félagsrita. Sigurðnr varð
síðar kennari við Prestaskólann.
2 Finnur Jónsson lýkur Ágripi sínu af bókmenntasögu íslands (Reykjavík
1891) með svofelldum orðum:
„Heimspeki er ekki til í íslenskum bókmenntum. Frá alda öðli hafa ís-
lendingar sýnt, að þá vantar bæði löngun til sjálfstæðra heimspekilegra
rannsókna og hæfileika til þess. Þeir hafa að jafnaði verið vel trúaðir, en
föst guðstrú og heimspeki fer sjaldnast saman, og það er auðsjeð, að þar
sem einhver heimspekileg tilþrif eða umbrot hafa verið, þar hefur trúin
borið þau ofurliði. Öll heimspeki verður hjá íslendingum að guðspeki,
ef svo mætti að orði komast. Þeir, sem hafa samið nokkuð í þá stefnu.
hafa trúað fyrir fram á biblíuna og kenningum hennar um guð, sköpun-