Skírnir - 01.01.1981, Page 30
28
PÁLL SKÚLASON
SKÍRNIR
ina, stjórn guðs og handleiðslu; guðstrúin er fyrir fram föst í brjósti
þeirra. Skoðunin á heiminum, öflum hans og furðuverkum leiðir svo
þessa menn ekki til annars en að vegsama guð og lofa hans forsjón, og
þó þykjast þeir finna hann við þessa heimsskoðun. Kvæði Björns Gunn-
laugssonar, Njóla (1842 og optar), er að sönnu allmerkt kvæði, en sönn
heimspeki er ekki efni þess. Svo er og um hin „heimspekilegu" kvæði
Brynjólfs Jónssonar frá Minnanúpi (f. 1838), t. a. m. Skuggsjá og ráðgátu
(1875). Kvæði þessi eru allsnotur og sýna góða hugsun og hæfileika, en
þau eru í raun réttri að eins „uppbyggileg" guðræknisrit."
3 Sheldon Kopp; 7/ You Meet the Buddha on the Road, Kill him!, London
1974, bls. 14. (Söguna hefur Kopp úr riti eftir Eli Wiesel: The Gates of
the Forest, trans. Frances Frenaye (New York, Chicago, San Francisco:
Holt, Reinehart and Winston 1966), ónúmeraðar bls. á undan textanum.)
4 Gregory Bateson: Mind and Nature, Fontana/Collins 1980, bls. 22.
5 Martin Heidegger: „Die Zeit des Weltbildes" Holtzwege, Frankfurt am
Main 1950, bls. 69-104.
6 Sjálfur notar Kant ekki orðið „díalektík" nákvæmlega í þessum skilningi
heldur hefur það sem heiti á fræðigrein, rannsókn á því sem okkur getur
virst eða sýnst.