Skírnir - 01.01.1981, Page 31
SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR
Þú og ég sem urðum aldrei til
Existensíalismi i verkum Steins Steinars
Steinn steinarr er að mati margra eitthvert merkasta skáld
þessarar aldar á landi hér. Hann varð ekki langlífur (1908—58),
en virðist raunar hafa verið hættur að yrkja svo nokkru næmi
rösklega áratug fyrir lát sitt. Steinn gaf út fimm ljóðabækur sem
allar rúmast vel í einu bindi ásamt úrvali úr greinum hans.
Fyrstu bókina, Rauður loginn brann, gaf hann út 26 ára (1934),
þá Ljóð (1937), Spor í sandi (1940), Ferð án fyrirheits (1942) og
loks Tímann og vatnið (1948). Aftan við ljóðabækurnar í heild-
arútgáfunni eru prentuð Ýmis kvæði sem sum höfðu birst áður
á bók í ljóðaúrvalinu Ferð án fyrirheits frá 1956.
Steinn er fjölbreytilegt skáld þótt alltaf sé hann sjálfum sér
líkur. Allt frá fyrstu bók fer liann frjálslega með hefðbundna
stuðlasetningu og rím, framan af einkum í prósakenndum lang-
lokum eins og Gönguljóði í Rauður loginn brann, síðar í stutt-
um, hnitmiðuðum og myndrænum ljóðum eins og Landnáms-
manni íslands í Ferð án fyrirheits eða Veginum og tímanum í
Ýmsum kvæðum. Langflest ljóða hans eru þó með hefðbundnu
sniði hið ytra, en þau geta verið afskaplega ólík á svip. Mein-
fyndin íronísk kvæði undir ýmsum liáttum, krydduð þjóðfélags-
ádeilu, setja alla jafna svip sinn á Ijóðabækurnar nema Ljóð,
í bland eru náttúrustemningar og ljóðræn smákvæði, ástarljóð
verða fyrirferðarmikil í Ferð án fyrirheits en þau renna að
nokkru leyti saman við sjálfrýn og innhverf ljóð sem finna má
í öllum bókunum og þar sem Steinn veltir fyrir sér hlutskipti
mannsins og tilveru á heimspekilegan hátt.
Dálítið virðist mismunandi hve mikið er gert úr áhrifum
Steins á ljóðagerð í landinu. Sveinn Skorri Höskuldsson prófess-