Skírnir - 01.01.1981, Page 32
30 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR SK.ÍRNIR
or segir í Að yrkja á atómöld: „Það hygg ég ótvírætt, að þeirri
kynslóð ljóðskálda, er komið hefur fram á íslandi síðan í lok
heimsstyrjaldarinnar síðari, hafi orðið fordæmi Steins Steinars
áhrifaríkara en verk nokkurs annars íslensks skálds."1 Jón Óskar
ljóðskáld segir hins vegar í tímaritinu Birtingi 1968 að Steinn
hafi ekki haft áhrif á atómskáldin nema um smámuni. Einnig
minnist ég þess að Einar Bragi skáld tók í sama streng í óprent-
uðu viðtali við stúdenta í íslenskum bókmenntum vorið 1973, og
sagði að skáld mótuðust ekki af mönnum sem kæmu fram rétt
á undan þeim, auk þess hefði Steinn lengst af verið hefðbund-
inn.
Hvað sem framtíðin kann að ákvarða um áhrif Steins á ís-
lenska ljóðagerð er víst að hann hefur um langa hríð verið vin-
sælli en önnur skáld meðal ungs fólks. Það eru ekki gamanljóð
hans og háðkvæði þótt aðgengileg séu sem hafa haldið áhuga á
Steini vakandi (eins og t. d. Tómasi Guðmundssyni) heldur þau
ljóð sem fengu miklu misjafnari undirtektir gagnrýnenda á
sínum tíma, innhverfu ljóðin eða svonefnd heimspekileg Ijóð
Steins. í þeim hafa leitandi ungmenni fundið huggun og jafn-
vel hjálp við að finna sér persónu og stað í veröldinni, enda er
Steinn einmitt að bjástra við það sama í þessum ljóðum.
Ef það ætti að flokka ljóð Steins í heimspekileg og ekki heim-
spekileg ljóð yrðu vafaatriðin mörg. Gagnrýnendur virðast þó
nokkuð sáttir á að kenna einmitt þessi innhverfu og myrku ljóð
við heimspeki, Ijóðin þar sem hann veltir fyrir sér tilveru sinni,
þau þungu og þjáningarfullu sem oft er ekki auðvelt að skilja
röklegum skilningi, ljóðin þar sem hann rýnir inn á við og líst
ekki á blikuna eða sér heiminn umhverfis í undarlegum, jafn-
vel afskræmilegum myndum. Jakob Jóh. Smári segir í dómi um
Ferð án fyrirheits í Eimreiðinni: „Það má finna ýmislegt að
sumum þessara Ijóða eftir Stein Steinarr, svo sem það, að ýmis
þeirra eru lítt skiljanleg og hinn heimspekilegi „nihilismus" höf-
undarins verður þreytandi til lengdar.“2
Magnús Ásgeirsson talar einnig í ritdómi um Ferð án fyrir-
heits um „Hamletkvæði“ Steins sem hann nefnir svo, þar sem
Steinn velti fyrir sér spurningunni um að vera eða ekki: „í þess-
ari tegund Ijóða sinna /.../ tekst Steini að vísu að túlka eins