Skírnir - 01.01.1981, Page 35
SKÍRNIR ÞÚ OG ÉG SEM URÐUM ALDREI TIL 33
hátt rit tilvistarstefnu, en boðskapur hennar var tímanna tákn
meðan Steinn iðkaði skáldskap. Philip Mairet, sem skrifar for-
mála að ensku útgáfunni á fyrirlestri Jean-Paul Sartres um til-
vistarspeki og mannúðarstefnu, segir þar að existensíalismi hafi
sprottið upp eins og af eigin rammleik í Evrópu samtímans.11
Aðstæður buðu upp á góð skilyrði fyrir stefnuna, svipuð hugðar-
efni hafa löngum bært á sér þegar álíka hefur verið umhorfs í
mannlegum samfélögum og í Evrópu á tímabilinu milli heims-
styrjaldanna tveggja. Aukinheldur rekja menn existensíalískar
hugmyndir allt aftur til grískra goðsagna — með viðkomu hjá
Marteini Lúter, heilögum Ágústínusi, Páli postula og Kristi —
þannig að þær eru engin ný bóla.
Danmörk var ekki fjarri íslandi á þessum árum og hún hafði
fóstrað S0ren Kierkegaard sem talinn er (t. d. af John Macqu-
arrie) faðir nútímalegrar tilvistarstefnu. Ævisaga Kierkegaards
eftir Kort K. Kortsen kom út í íslenskri þýðingu Jakobs Jóh.
Smára 1923 og má þar fræðast um kenningar og líf þessa merki-
lega heimspekings, sem lifði viðburðaríkara innra lífi en ytra.
Veruleiki hans varð „fölleit endurtekning undanfarinna mynda
úr dagdraumunum."12 Ef til vill má svipað segja um það skáld
sem hér um ræðir.
Hér á eftir verða athuguð merki um hugðarefni tilvistarsteínu
í ljóðum Steins Steinars, og í lokakafla verður reynt að skoða
manninn sjálfan lítillega í ljósi þeirrar umfjöllunar. í tilvitnun-
um er vísað til heildarsafns verka hans, Kvæðasafns og greina
fi'á 1964.13
Angistin
Steinn Steinarr sveiflast öfganna milli í ljóðum sínum, hann
er sjálfumglaður eða fullur efasemda, kátur eða örvæntingar-
fullur milli þess sem hann er ögrandi og kærulaus. Ekki er gott
að segja hvort ein stemning er þarna öðrum sannari enda er
það samspil þeirra sem er forvitnilegast: hvernig skáldið þolir
kvíðann sem fylgir því að vera manneskja og efann um að hann
hafi staðið sig eins og maður og sé til í raun og veru, og hvernig
hann finnur leið út úr vandanum ýmist með því að firra sig allri
lífsbaráttu, reyna að sannfæra sig um að hið eina rétta sé að vera
3
L