Skírnir - 01.01.1981, Page 36
34 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR SKÍRNIR
ekki neitt, eða með því að hætta að efast og taka á sig ábyrgð á
sjálfum sér og öðrum. Þetta margslungna og tilfinningaríka sam-
spil sýnir fyrst og fremst livað Steini var mikil alvara með Ijóða-
gerð sinni alla tíð, líka þegar hann var kæringarlausastur.
Kvíðinn og angistin eru rauður þráður í ljóðum Steins, eink-
um þeim sem snerta einsemd og einmanaleika mannsins. Það er
ekki félagslyndur maður sem yrkir í þessum Ijóðum og liefur
áhyggjur af hungruðum heimi eða arðráni auðstéttanna. Kvíð-
inn er einstaklingsbundinn, maðurinn stendur einn uppi og
nær engu sambandi við aðra:
Og hugsun sjálfs þín bylti sér og brann
sem banvænt eitur djúpt í þinni sál.
I>ú bærðir vör, til einskis, angist þín
fékk aldrei mál.
segir í Ijóðinu Andvaka (56). Þar kemur einnig fram hvað ang-
istin er tilgangslaus:
Nei, þjáning þín bar aldrei ávöxt neinn,
og engan tilgang hafði lífs þíns nauð.
Hún lagðist yfir þreytu hjarta þíns
þung og dauð.
Tilgangslaus þjáningin er þó það eina sem lifir okkur í kvæðinu
Hamlet (70), á þverstæðukenndan hátt virðist það í rauninni
vera hún sem gerir okkur að manneskjum:
En upp úr liðins tíma mold og myrkri,
þótt máð og glötuð séu öll vor spor,
gegn dagsins björtu ásýnd ungri og styrkri
rís andlit dimmt og brjálað: Þjáning vor.
Það er erfitt að höndla þennan kvíða. Við finnum til hræðslu
þegar bíll stímir beint á okkur, en kvíðinn sprettur ekki af neinu
svo áþreifanlegu. Einhversstaðar í sál okkar er uppsprettan,
Steinn kallar hana Myrkur (75):
Ég er myrkrið,
myrkrið í djúpinu,
hið eilífa myrkur,
sem ekkert ljós getur lýst.