Skírnir - 01.01.1981, Page 37
SKÍRNIR
ÞÚ OG ÉG SEM URÐUM ALDREI TIL
35
Það er ég,
sem læt ykkur skjálfa
í lamandi angist
andspænis einhverju,
sem þið vitið ekki hvað er.
Það er ég,
sem læt ykkur flýja
i framandi lönd
og fjarlægar heimsálfur,
í fánýtri von
um að losna undan farginu.
En þið komist ekki undan,
því ég bý í sál ykkar sjálfra,
dularfullt, geigvænlegt, ógnandi.
Hið eilífa myrkur,
sem ekkert ljós getur lýst.
Ur þessari þjakandi kvöl hafa existensíalistar reynt að bæta síð-
an á dögum Kierkegaards eða lengur með því að reyna að skýra
af hverju kvíðinn stafar. Kierkegaard áleit að undirrót kvíðans
væri hvað manninum gengi illa að finna guð, og trúaðir exist-
ensíalistar fara að dæmi hans. Hinir trúlausu geta ekki notfært
sér þá lausn og verða að halda áfram að leita.
Maðurinn er yfirgefinn og dæmdur til að vera frjáls, segir
Sartre í áðurnefndum fyrirlestri. Við ákveðum ein og sjálf hvað
við gerum úr okkur, segja existensíalistar, hver er sinnar gæfu
smiður. Þeir hafna mikils til þeirri skoðun marxista að uppeldi,
umhverfi, tími og aðstæður móti manninn, ábyrgð einstaklings-
ins á lífi sínu vegur miklu þyngra og liún veldur okkur kvíða.
Svo ein stöndum við með ákvarðanir okkar að enginn getur
komið okkur til aðstoðar, þess vegna berum við kvíðann líka
alein eins og Steinn lýsir í Sjálfsmynd (75):
Ég málaði andlit á vegg
í afskekktu húsi.
Það var andlit hins þreytta og sjúka
og einmana manns.
Og það horfði frá múrgráum veggnum,
út í mjólkurhvítt ljósið
eitt andartak.