Skírnir - 01.01.1981, Page 41
SKÍRNIR ÞÚ OG ÉG SEM URÐUM ALDREI TIL 39
Við náðum aldrei að skapa okkur sjálf, verða til, þess vegna er-
um við myndlaus eins og flöktandi skuggi. „Handfylli af sandi.
Og síðan ekkert.“ (152) í ljóðaflokknum Tímanum og vatninu
verður þess ekki vart lengur að Steinn efist um að hann sé til.
Flóttinn — firringin
Þegar efinn verður óbærilegur má þó altént hugga sig við að
„ekkert er til nema aðeins það, sem ekki er til.“ (159) Það má
firra sig efa og kvíða, annaðhvort með því að fullyrða að allt sé
einskis virði og því óþarfi að vera með áhyggjur af tilverunni,
eða bæla niður kvíða sinn, renna saman við dauða menn eða
hlutgerast: „Menn eru pappírstætlur sem kaldur vindurinn þyrl-
ar til," sagði T.S. Eliot; „hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða liinn, sem dó?“ spyr Steinn (156).
Það er eins og maður horfi
4 andlit sjálfs sín
l holum spegli.
Og maður þekkir ekki framar
andlit sjálfs sín,
þvi það er dáið.
ályktar skáldið í Landslagi (56) og rennur saman við það.
Steinn notar ekki tískuorðið firringu í ljóðum sínum sem ekki
er von heldur lýsir hann tilfinningunni eða ástandinu með orð-
unum annarlegur eða framandi, auk þess sem hann bregður
upp sjálfstæðum myndum af einangruðum, hlutgerðum mann-
eskjum. í augum mannsins sem bælir kvíða sinn og horfist ekki
í augu við lífsvanda sinn verður heimurinn afkáralegur. í Ijóð-
inu Form segir (90):
Og allir hlutir eiga markað form,
annarlegt form, sem engan tilgang hefur.
í ljóðum hins lífsfirrta manns er tíminn ekki til, persóna þeirra
lifir í nútíð eingöngu, hugsar hvorki fram né aftur, eins og „þú“
í Lágmynd (103):
Þú veist ei neitt, hvað verður eða fer,
þín vitund hnípir blind á opnu sviði.