Skírnir - 01.01.1981, Page 42
40 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR SKÍRNIR
Þú sást það eitt, að sólin reis og hneig,
en samt stóð tíminn kyrr, þótt dagur liði.
/.../
Svo situr þú hjá líki dáins dags,
hver draumur vöku og svefns er burtu máður.
Um djúp þíns hugar flýgur svartur fugl,
framandi, þögull, engri minning háður.
Að mati existensíalista er það einmitt einkenni einstaklinga
sem firra sig áhyggjum af tilvist sinni, að þeir festast í nútíðinni,
daglegu amstri hennar og önn, fortíðin er máð burtu og framtíð
ekki til. Líf þeirra er einangrað og afskræmilegt, þeir komast
hvergi frekar en maðurinn í Heimferð (107):
Svo óralangt þú einn og hljóður gekkst
í annarlegum þysi stræta og torga,
og vildir heim til þess, sem ást þín ann
og engin jarðnesk dýrð er fær að borga.
Og áttlaus veröld yfir draum þinn reis
með ótalþætta og skipta vegi sína.
Og þúsund andlit störðu dimm og dauð
úr dagsins glæra Ijósi á angist þína.
Þú ljóðsins kemst aldrei heim hvernig sem hann reynir, því ver-
öldin er áttlaus og við eigum hvergi heima.
Tilhneigingin til að týna tímanum og standa kyrr í nútíðinni
sést á röð mynda í 6. ljóði Tímans og vatnsins (168):
Ég var drúpandi höfuð,
ég var dimmblátt auga,
ég var hvít hönd.
Og líf mitt stóð kyrrt
eins og kringlótt smámynt,
sem er reist upp á rönd
Og tíminn hvarf
eins og tár, sem fellur
á hvíta hönd.
Dæmi um ljóð sem sýna hversu ólíkum tökum Steinn getur
tekið firringu manns frá manni eru L’homme statue (140) og