Skírnir - 01.01.1981, Síða 43
SKÍRNIR
ÞÚ OG ÉG SEM URÐUM ALDREI TIL
41
Passíusálmur nr. 51 (203). í fyrra ljóðinu talar steinrunninn
maður og hann veit að hann er ekki annað en hlutur í augum
umhverfisins:
Ég stóð á miðju torgi,
ég var tákn mín sjálfs
og fólkið starði og starði.
Ljóðið er myndsaga alveg eins og hið síðara, en í Passíusálmi nr.
51 er mælandi ljóðsins einn af áhorfendum, ekki sá sem liorft er
á — og þó. Ljóðið segir á átakanlegan og samt hlægilegan hátt
frá því að það á að fara að krossfesta ungan og laglegan mann
og fólk flykkist að og hlakkar til að horfa á þann atburð. Það
er eins og mælandi Ijóðsins standi utarlega í mannþrönginni en
þó nógu nærri til að geta lýst manninum sem krossfesta á: „Þetta
er laglegur maður með mikið enni og mógult hár.“ (203) Sam-
kvæmt; lýsingu er þessi maður ekki ósvipaður skáldinu að yfir-
bragði: Steinn virðist því vera bæði hér og þar, bæði lifandi og
dauður eins og niðurstaða fyrra ljóðsins var, og það er sá lifandi
sem á að krossfesta, hinir dauðu horfa á.
Þannig lýsir Steinn lífsfirrtum manni æ ofan í æ í ljóðum sín-
um, manni sem finnur hið annarlega leita á sig, óttast að hann
sé ekki heill, en veit þó að í augum annars fólks virðist hann
vera fullvenjulegur maður. Það veit ekki hvað inni fyrir býr.
Hann er fullur skelfingar fyrir því að vitfirringin nái tökum á
honum og svipti burt allri von um að hann geti orðið til í raun
og veru. Að mínu áliti sýnir Steinn þennan ótta best í ljóðinu
í draumi sérhvers manns (160), þess vegna geymdi ég mér það
þangað til núna. í þessu ljóði lýsir hann líka manni sem lifir
tvöföldu lífi, en nú innan frá. Annars vegar gengur maðurinn
um í „veruleikans köldu ró“ og engan grunar annað en hann
sé heill og óskiptur, hins vegar lifir hann í draumnum, blekk-
ingunni, hinum dimma kynjaskógi mannshugans sem verður
sífellt fáránlegri:
Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.