Skírnir - 01.01.1981, Page 44
42 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR SKIRNIR
Fyrir mann með existensíalískan lífsskilning er alvarlegt mál að
verða blekkingunni að bráð, því hann ber samkvæmt kenning-
unni ekki einungis ábyrgð á sjálfum sér heldur er hann alltaf
að búa til úr sér fyrirmynd fyrir aðra. Hann verður ævinlega að
gera ráð fyrir því þegar hann ákveður athafnir sínar að aðrir
menn hermi þær eftir honum eða taki sömu ákvörðun. En í
þessu ljóði er sama þótt skáldið berjist um á hæl og hnakka,
blekkingin, afskræming lífs hins firrta einstaklings, verður of-
an á:
Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.
Það er ró yfir síðustu línum ljóðsins. Skáldinu er hvíld að því
að gefast upp fyrir ofureflinu. Stríðinu er lokið.
Uppgjöfin fyrir vitfirringunni er sár, og miklu léttara er yfir
Steini þegar hann velur sér flóttaleið um kæringarleysi og fá-
nýtishyggju. í þeim ljóðum má sjá að veröldin er snargalin,
ekki röð né regla á neinu, en það má alveg notfæra sér ef í hart
fer eins og í kvæðinu Að sigra heiminn (133) sem margir les-
endur Steins líta á sem mottó ljóða hans. Það skiptir engu máli
livort maður sigrar eða tapar, þetta er allt tóm hringavitleysa,
heimurinn verður hvorki sigraður né frelsaður.
Þessi Ijóð eru uppreisnargjörn í anda tilvistarstefnu. Við eig-
um ekki að láta segja okkur fyrir verkum, skipa okkur að trúa
kennisetningum og taka við gildismati umhugsunarlaust; við
eigum að hugsa allt upp á nýtt sjálf. Ef þörf krefur í skinhelgi
jólahátíðar eigum við að kveikja í stofunni okkar með kurteis-
legum svip og kaupa svo sóknarprestinn og éta hann, eins og
segir í Jólum í Ferð án fyrirheits (138). Þessi afstaða eða aðferð
gerir existensíalista að uppreisnarmönnum hvar og hvenær sem
þeir koma fram því þeir rífa niður staðnaðar kenningar. En
raunar mun það vera svo með existensíalista sem aðhyllast fá-
nýtishyggju að þeir líta á liana sem tímabundið niðurrifsskeið
áður en þeir geta farið að byggja upp.
Þótt þessi uppreisnarljóð séu mörg galvösk er biturleika einn-
ig að finna í þeim. Afneitun þess sem okkur er innrætt að hafi