Skírnir - 01.01.1981, Page 46
44 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR SKIRNIR
verða aldrei neitt.“ (127) í þessu er fólgin þverstæðan á bak við
allar þverstæður í ljóðum Steins, því um leið og hann er að
segja að ekkert skipti máli hlýtur hann þó að heimta af okkur
að við trúum því sem hann er að segja. Orð hans skipta að
minnsta kosti nógu miklu máli til að vera skrifuð á blað og
gefin út í bók. Albert Camus segir í sínum Uppreisnarmanni:
„Ég held því fram að ég trúi ekki á neitt og allt sé fáránlegt, en
ég get ekki efast um mína eigin fullyrðingu, og ég hlýt að
minnsta kosti að trúa á uppreisn mína.“15 Það er hollt að endur-
meta gildi en óhugsandi að trúa því til lengdar að ekkert hafi
gildi.
Lausnir
Ú tgönguleiðir úr tilvistarkreppunni eru tvær hjá Steini, eins
og mér leikmanninum sýnist líka mega sjá hjá tilvistarspeking-
um eins og Kierkegaard, Nietzsche og Sartre: Dauðinn og tor-
tímingin annars vegar og mannleg samábyrgð hins vegar.
í kvæðinu Húsið hrynur í Rauður loginn brann lýsir Steinn
því sem andborgaralegt skáld hvernig heimur borgarastéttarinn-
ar er að tortímast. Sjálfur stendur hann fyrir utan og horfir á,
honum er lijartanlega sama (11):
Þitt hús er voldugt og viðir sterkir,
og veggir traustir, með saum og hnoð.
En hvassar tennur, sem naga og naga,
þær naga í gegn hverja máttarstoð.
í næstu bók er ljóðið Colosseum (62) sem einnig lýsir tortím-
ingu. En nú stendur Steinn ekki lengur fyrir utan. Þetta er
hans heimur. Hann gengur um hið merka sögusvið, horfir um
„rústir hrundra súlna og bekki auða“, og sér það lifna við fyrir
augum sínum: „Cæsar gengur inn í fullum skrúða!" Er þá ekki
dýrð heimsins söm og fyrr?
Nei, það var skopleg blekking eitt og allt.
Sjá, aðeins skuggi dauðans stendur vörð
á rústum hrunins heims og glottir kalt.
Heimurinn er hruninn, sundurtættur: „Sjál Þú ert einn og allt
er löngu dáið, og yfir líki heimsins vakir þú,“ segir í Skóhljóði