Skírnir - 01.01.1981, Page 49
SKÍRNIR ÞÚ OG EG SEM URÐUM ALDREI TIL 47
Andstæðingur skáldsins í ljóðinu er „heimurinn", sem einfald-
ast er að skilja í merkingunni annað fólk, allir aðrir menn. Þeg-
ar þeir hafa elt grátt silfur um hríð gerist átakanlegur atburður,
lítið barn deyr og bæði Steinn og heimurinn eru harmi lostnir,
því „þetta barn, sem átti ástúð mína, var einnig lieimsins barn
og von hans líka.“ Þeir sameinast við þetta gegn nýjum and-
stæðingi, „lífinu“, sem ber ábyrgð á dauða barnsins; þeir sjá
„það loks í Ijósi þess, sem skeði, að lífið var á móti okkur báð-
um.“
í þessu ljóði ber enn að brunni tilvistarstefnunnar. Við erum
yfirgefin, eins og Sartre segir, og undursmá í ómælisrúminu, og
verðum að sjá um okkur sjálf. Það minnsta sem við getum þá
gert er að snúa bökum saman og taka ábyrgð hvert á öðru með-
an lífið er okkur fjandsamlegt. í rauninni er veröld þessa ljóðs
jafnömurleg og „Hamletkvæðanna", en hér kemur fram svo
ekki verður um villst hin borgaralega sátt, tilraun til að safna
brotunum saman og treysta á mannlega samábyrgð. Hún gefur
von um að við hættum að misþyrma hvert öðru, því hún segir
að allir séu í raun á sama báti og enginn beri meiri sök en
annar.
En hvernig ber að skilja „lífið“ í þessu ljóði sem kemur fram
á sjónarsviðið eins og marghöfða dreki úr ævintýri? Existensíal-
istar segja að það skilji manninn frá annarri skepnu að standa
alla ævina, allt lífið, frammi fyrír því að eiga eitt sinn að deyja.
Flestir reyna í lengstu lög að leiða þessa óþægilegu staðreynd
hjá sér, en það er einn þáttur þess að verða til í existensíalískum
skilningi að viðurkenna dauðann sem þátt af lífinu. Það gerir
Steinn í Heimurinn og ég.
Fyrsta íslenska nútímaskáldið
Eitt af því sem eflaust varð Steini til nokkurrar mæðu á ár-
um kreppu og stríðs var að hann skyldi ekki vera sanntrúaður
kommúnisti eins og lenskan var þegar hann byrjaði að yrkja.
En meinið var að Steinn var aldrei marxisti. Þó var hann rót-
tækur, og enginn var hann talsmaður ríkjandi stéttar, en hann
var að eðlisfari gagnrýninn á allt sem reynt er að fella í form,
koma í kerfi, hvort sem það var kerfi kirkjunnar eða Karls Marx.