Skírnir - 01.01.1981, Page 50
48 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR SKÍRNIR
Hann sá ekki lieiminn í kerfi framleiðsluafstæðna eða sem út-
skýranlegt millispil undirstöðu og yfirbyggingar, hann sá heim-
inn í brotum.
Einmitt af því að það er fjarri eðli Steins að tileinka sér skýr-
ingar marxismans á tilveru okkar sér hann ekkert annað en
óskapnað í kringum sig, örbirgð, stríð, mannvonsku og þjáningu
sem hann skilur ekki. Milli þess sem hann glímir við angist
sína og efa beinir liann spjótum sínum gegn ríkjandi hugmynd-
um, ræðst óvæginn á allar reglur, viðtekin gildi og vanahugsun
— til að vekja fólk til vitundar um ástandið í þeirri von að það
færist til betri vegar. En hann kemur ekki þeirri reiðu á gagn-
rýni sína að hvetja til gagngerðra, kerfisbundinna breytinga,
það hefði ekki heldur verið honum líkt. Öll þessi einkenni á
Steini sem heimspekilegu skáldi þykja mér koma mætavel lieim
við tilvistarstefnu.
Tilvistarstefnan er í öllum meginatriðum alger andstæða
marxismans en saman liafa þessar stefnur mótað hugsunarhátt
evrópskra manna á þessari öld. Það helsta sem virðist skilja þær
að frá leikmanns sjónarhóli er að marxistar leita skýringa í sögu
og samfélag, sjá allt eða vilja skilja allt í samhengi hvað við ann-
að, en existensíalistar leita skýringa í sálarlífi og vitund einstakl-
ingsins og viðurkenna ekki að nokkur geti haft yfirsýn yfir veru-
leikann allan. Veröldin er að þeirra mati í ótal brotum sem
ókleift er að raða endanlega upp. Það eina sem einstaklingurinn
getur gert er að velta sinni eigin tilveru fyrir sér og réttlæta til-
vist sína með því að þroska sjálfan sig, „verða til“.
Tilvistarstefnan er ein af meginstoðum módernismans í skáld-
skap, en módernistar sundra snyrtilegum og lieillegum heimi
raunsæisstefnu og brjóta öll ríkjandi boðorð. Ekkert hefur gildi
af sjálfu sér, segja þeir, ekkert getur verið endanlega viðtekið.
Við verðum að hafna öllu til að geta endurmetið allt.
Sjálfsagt má finna margar og ólíkar skýringar á því hvers
vegna heimspeki Kierkegaards og Nietzsches höfðaði meira til
Steins en útlistanir Marx á mannlegri tilveru. Steinn var sjálf-
sagt að upplagi ekki síður en vegna ytri aðstæðna einstaklings-
hyggjumaður en ekki félagshyggjumaður. Einstaklingurinn og
persónuleg barátta hans við sjálfan sig átti meiri ítök í honum