Skírnir - 01.01.1981, Side 51
SKÍRNIR ÞÚ OG ÉG SEM URÐUM ALDREI TIL 49
en öreiginn, sem átti að sameinast öðrum öreigum að áliti Karls
Marx. Á mælikvarða borgaralegs þjóðfélags var Steinn mis-
heppnaður maður og hann kenndi sjálfum sér um það, ekki
samfélaginu. Honum sveið þetta mat meðborgaranna, það kem-
ur meira að segja fram í háðkvæðum hans um það eins og Að
fengnum skáldalaunum (147):
Ég var soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið,
og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig.
Eins og fram kemur í mörgum ljóða Steins var önnur hönd
hans visin („hvít og tærð“), og hún verður honum eins og ytra
tákn vanmáttar hans. Hennar vegna átti hann líka erfitt með
að vinna almenna verkamannavinnu sem stóð honum ein til
boða á fyrstu árunum í Reykjavík. Hann hafði enga menntun
að bakhjarli, þaðan af síður eignir. Sveitina hafði hann yfirgef-
ið, ekki var sú syndin minnst; hann er fyrsta skáldið í röð borg-
aröreiga á íslandi, yfirgefinn á mölinni. Það var ekki að undra
þótt hann fyndi til skyldleika við Chaplin eins og gleggst má
sjá í Sporum í sandi.
Eiginlega er það bara þrjóska sem kemur í veg fyrir að svona
maður hengi sig. Steinn hefur líklega verið mest hissa á því
sjálfur að hann skyldi ekki gera það, og undrun hans er einn
þátturinn í leit hans að sjálfskilningi: til hvers var hann að lifa,
svona aumur og vesæll? En á hinn bóginn var hann stoltur og
metnaðargjarn og þær tilfinningar vega salt við sjálfsfyrirlitn-
inguna lengi lengi. Það er einmitt úr þessum andstæðum, metn-
aðargirnd og minnimáttarkennd, sem ljóð hans verða til. Það
eru þessar raunverulegu og djúprættu andstæður sem gera þau
sterk og rík. Tilvistarstefna og módernismi eiga greiða leið að
skáldi eins og Steini, verði þau á vegi hans — og ef ekki, skapar
hann sjálfur það sem til þarf.
Þó að stök ljóð hafi birst í anda módernisma á íslensku áður
en Steinn Steinarr fór að gefa út ljóðabækur þá tel ég óhætt að
fullyrða, að hann sé fyrsta skáldið sem er módernískur að lífssýn
og liugsun frá upphafi til enda. Það má renna tæknilegum stoð-
um undir þessa fullyrðingu, benda á nýstárlega myndbyggingu
í mörgum ljóða hans, vísanir, huglæga notkun lita og ýmis önn-
4