Skírnir - 01.01.1981, Page 52
50 SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR SKÍRNIR
ur formsatriði,16 einkum í Tímanum og vatninu þar sem hin
móderníska lífssýn náði mestri formlegri fullkomnun hjá Steini.
Formið lagar sig betur og betur að nýrri skynjun, það er lög-
málið, hins vegar eru beiskja og örvænting að miklu leyti horf-
in þar, það er eins og skáldið horfi á úr fjarska.
Steinn reyndi oft og lengi að nota hefðbundna bragarhætti,
en einmitt í ,,Hamletkvæðunum“, vangaveltum um tilvist og
tilgang lífsins, vill formið bresta. Þó var hann svo hefðbundinn
að brot hans hefðu átt að fyrirgefast honum ef formið hefði eitt
verið óstöðugt. En það kemur skýrara fram um Stein en mörg
önnur ljóðskáld, að styrrinn um rím eða ekki rím á sínum tíma
stóð alls ekki um rím heldur nýjar hugmyndir, nýtt mat á til-
gangi mannsins í nýrri og að mati módernista óskiljanlegri ver-
öld. Reyndar lýsir Steinn þessu skínandi vel í Chaplinsvísu,
model 1939 og verður varla betur orðað (109):
Svo kvað ég fáein kvæði
af krafti og hagleik bæði
um allt hið blinda æði,
sem elur jarðlíf vort.
En ei var allt með felldu,
þótt eitthvað gott þeir teldu,
þeir helft þess stolna héldu,
en hitt var vitlaust ort.
Skynjun Steins á veröldinni og afneitun hans á hefðbundnum
gildum voru nýstárleg — að ekki sé meira sagt — og hvort tveggja
hlaut að hafa áhrif á þá menn sem voru að byrja að yrkja á
þessum árum og gegndu heitinu atómskáld. Staða Steins þykir
mér vís: hann er að mínu mati fyrsta raunverulega íslenska nú-
tímaskáldið.
1 Sveinn Skorri Höskuldsson: Að yrkja á atómöld. Rvk 1970 (25).
2 Eimreiðin. Jan.-mars 1943 (91).
3 Helgafell. 1942 (430).
4 Kristinn E. Andrésson: íslenskar nútimabókmenntir 1918—1948.
Rvk 1948 (147).
5 Dagskrá. 2. hefti 1958 (3).
« Nýtt Helgafell. 2. hefti 1958 (80).
Sama (81).
7