Skírnir - 01.01.1981, Page 59
SKÍRNIR
EINFARAR OG UTANGARÐSMENN
57
Je suis la plaie et le couteau!
Je suis le souffle et la joue!
Je suis les membres et la roue,
Et la victime et le bourreau!«
Kannski hefur enginn rithöfundur túlkað betur vítahring
mannlegrar viðleitni en Beckett. Lífshlaup persóna hans er enda-
laust þrátefli eða biðstaða. Þær eru sannfærðar um að lífið sé
ógæfa og að maðurinn sé dæmdur til sífelldra vonbrigða. En
samt halda þær göngu sinni áfram frá einni sjálfsblekkingunni
til annarrar í leit að takmarki sem þær hafa þó gefið upp á bát-
inn. Þörf mannsins fyrir blekkingu knýr hann til endalausrar
leitar að merkingu sem hann veit með sjálfum sér að er ekki til.
Vissulega getum við flúið tfmanlegan veruleika okkar um
stundarsakir og stöðvað hjól vítahringsins. Andrárskynjun, inn-
blástur, draumur, geta gert vesalinginn að ofurmenni og guði.
En tíminn segir ávallt til sín að nýju og algleymið týnist. Upp-
lifun af þvílíku tæi er aðeins „skáldlegt" frávik, áningarstaður á
eyðimerkurferð.
Unamuno, sem fyrr er nefndur, taldi að maðurinn gæti því að-
eins lifað að hann tileinkaði sér „heimspeki Don Quixotes".
Hann verður, sagði heimspekingurinn, að geta ögrað örlögum
sínum í tilverunni. Tilfinningar hans og ástríður eru of sterk-
ar til að hann geti sætt sig við staðreyndir; hjarta hans er of
stórt fyrir heiminn.7
Það má til sanns vegar færa að Don Quixote sé frumdráttur
þeirrar myndar af manninum sem fram kemur í bókmenntum
síðustu tíma. Einkenni riddarans hugprúða eru að minnsta kosti
augljós í persónugerðum þeirra Kiriloffs, Jude Fowleys, Jósefs K,
séra Sturlu og Steins Elliða. Donquixotisminn sprettur af árekstri
á milli veruleikans og hugsjónar manna um veruleikann. Til-
finning þeirra og vilji bera skynsemina ofurliði því að þeir sætta
sig ekki við staðreyndir reynslunnar; án afláts reyna þeir að
breyta því óbreytanlega. Don Quixote á ekki aðeins heima í sál
þess sem leitar náðarinnar í algleymi röklausrar ástríðu, þess
sem lifir í heimi óskarinnar; hann er ekki síður bróðir þeirra
sem láta veika vonartýru lýsa sér í örvæntingarfullri leit að þýð-