Skírnir - 01.01.1981, Page 64
62
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
I þriðju bók Thors Vilhjálmssonar, Andliti í spegli dropans
(1957), skarast tákn dóms og kross víða á magnaðan hátt. í texta
sem nefnist Máninn líður segir t. d. af „einum sjálfdæmdum
krosshanga" á angistarfullri göngu. „Krossinn" er vitundarlíki
mannsins sjálfs; hann er sú tvíbending eða sálarklofning sem
gerir hann framandi sjálfum sér. Honum er ókleift að fella
„deildir“ huga síns saman og öðlast jafnvægi:
Hann tekur til höfuðs sér og harmar að hann skuli ekki sjálfur bera sitt
eigið höfuð en hljóti að hafa annars manns höfuð á þessari ferð, og því skynji
hann aðeins sinn eigin líkama úr fjarska því sál hans verður að sveima eftir
í nokkrum fjarska, kemst ekki nærri þessu annarlega höfði sem líkami hans
er látinn bera, eins og kross, upp þessa hæð.l *
Hið trúarlega tákn skírskotar í þessari sögu til sálarlífs nú-
tímamannsins — þess þjáningarfulla innri klofnings sem vegur
að rótum tilvistar hans. Sjálfsfirringin veldur því að maðurinn
kemst ekki „heim“, heilsteypt sjálfsvitund og jafnvægi eru hon-
um meinuð: „... og þú kemst þó ekki þangað, og kemst aldrei
heim“.15 Hann er eilíflega dæmdur í útlegð, sjálfdæmdur vargur
í véum.
Þessi „krosshangi“ leitar að „nýju lífi“; hann vill upphefja
samræmisleysið í tilvist sinni. En viðleitni hans er árangurs-
laus því að enginn getur flúið örlög sem öllum mönnum eru
ásköpuð.
Þessi texti Thors sver sig í ætt við verk Becketts. Skyldleikinn
liggur í augum uppi ef eftirfarandi greining E. Webbs á hug-
myndaheimi Becketts er höfð í huga:
í huga Becketts og samtíma hans er engin frelsun til. Eini krossinn er sá,
sem hann sjálfur er festur á: illbærileg byrði vitundar sem klofin er á
fáránlegan hátt gegn sjálfri sér og datmd til endalausrar leitar að merk-
ingu í merkingarlausum heimi.16
Angist „krosshangans“ tengist feigðartilfinningu hans. Píslar-
ganga hans á via dolorosa leiðir ekki til endurlausnar heldur
dauða. Sjálfsvitund hans og grunur um óumflýjanlega útþurrk-
un gera lífið að víti — sjálfskaparvíti: „... gröfin sást nú opin og
línið fokið ofan af svo hvítfægð höfuðkúpan birtist, og myrkrið