Skírnir - 01.01.1981, Page 66
64
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
til“.20 Höfundur reynir hér að draga upp mynd af sanrmannleg-
um örlögum í heimi sem hefur misst alla þýðingu; lífshlaupið er
merkingarlaus för í merkingarlausum veruleika. Það sem þessi
„mjói taumur fanga“ mætir þegar honum hefur seytlað upp úr
myrkri óvissu skipsins (sem kannski var aldrei neitt skip) er
„risavaranleikur dauðans“. Fangarnir mæta óskiljanlegri ógn í
sortanum sem gerir allt óverulegt og óvíst. Þeir ganga dæmdir
og í dimmum tóftum steinbákna þýtur í geigvænlegri þögn. í
þessum heimi angistar og tortímingar, tóms og þýðingarleysis
brölta manneskjurnar áttlaust, marklaust. Fanginn
gengur bara en er orðinn þreyttur og örmagna og er kominn að því að
hætta, gefast upp, leggjast niður og getur ekki hrópað á neitt því hann kann
ekkert og veit ekki neitt og skynjar ekkert nema sig sjálfan, og þá aðeins
sem 5msa parta líkama á hreyfingu: stundum fót, stundum öxl, tönn sem
taugin æpir í, eða hjarta sem slær; trumban mikla. Dúmm-dúmm. Og
kannski háskaleg þögn og ægibið eftir næsta búmm.2l
Og áfram lialda þeir veglausir í þokuyrjunni án þess að nokk-
urn tíma sjái bjarma fyrir áfangastað.
II. DAGAR MANNSINS
II. 1 Dómur og útskúfun
What is hell? Hell is oneself,
Hell is alone, the other figures in it
Merely projections. There is nothing to escape from
And nothing to escape to. One is always alone
kvað Eliot.22 Thor Vilhjálmsson valdi þessar ljóðlínur að ein-
kunnarorðum fyrstu bókar sinnar, Maðurinn er alltaf einn (1950),
og ekki að ófyrirsynju. Tilfinningakreppan sem einkennir þetta
brautryðjendaverk Thors rís af ámóta tómleikakennd og sann-
færingu um ævarandi einsemd mannsins.
í annarri bók sinni, Dagar mannsins (1954), fetar Thor Vil-
hjálmsson svipaðar slóðir og í Maðurinn er alltaf einn. Einkunn-
arorðin sem hann velur verki sínu eru táknræn fyrir þau lífs-
viðhorf sem einkenna það: