Skírnir - 01.01.1981, Page 90
88
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Hitt þemað er staðsetning manneskjunnar í augnablikinu og
ógómanleiki þess liðna. Konan kemur til borgar, sem hún hafði
gist löngu áður, í leit að liðnum sælustundum; hún vill upplifa
á ný gamalt ástarævintýri, finna sjálfa sig eins og hún var. Með
því móti hyggst hún brjóta þann hjúp hluttekningarleysis og
kulda sem lagst hefur yfir líf hennar:
Hún hafði búizt við að dvölin hér raundi hjálpa henni til að minnast,
rifja upp fyrir henni allt það gamla, gefa henni aftur þær stundir sem
voru löngu liðnar og fylla dagana ljúfsárum draumi, en ekkert slikt hafði
gerzt. (55)
Fortíðin er endanlega glötuð og minningaslitrin gagna lítið.
Manneskjan getur ekki stigið út fyrir raunveruleika sinn „hér“
og „nú“; hún á enga fortíð því að lífið er í andránni sem sífelld
endurtekning nú-veru: „Þannig var tíminn, þessi þensla i rúm-
inu, sem gerir alla viðskila við allt" (56). Sama viðhorf til tim-
ans birtist glöggt í annarri smásögu, Stofnuninni:
Honum var ómögulegt lengur að rifja upp fyrir sér, hvemig hún leit út, og
hann vissi að hann mundi ekki þekkja hana, jafnvel þótt hann rækist á
hana á götunni. Hann hafði nefnilega alltaf treyst því að geta þekkt hana
á búðinni þar sem hún vann, og nú var þessi búð i burtu fyrir fullt og allt.
(114)
Tímanlegur veruleiki mannsins er þannig brotakenndur og
ósamfelldur. Framrásin gerir hann viðskila við allt sem var og
reynslu hans merkingarlitla. Ævi hans er samsett úr ótal reynslu-
brotum sem skortir allt samhengi og eru bundin afmörkuðum
augnablikum í tímanum; þau verða ekki felld saman í heild-
stæða mynd nema að takmörkuðu leyti.
Tímanleika mannsins er lýst á svipaðan hátt í La nausée eftir
Sartre. Þar ómerkir upplifun „hreinnar" tilvistar hugtök tímans;
aðgreining fortíðar, nútíðar og framtíðar missir gildi sitt.
Roquentin týnir fortíð sinni þar sem hún verður þýðingarlaus i
augum hans. Hann getur ekki tengt það sem var því sem er
vegna þess að líf hans er bundið andránni hverju sinni. Fortíð
hans samanstendur af myndbrotum sem smám saman týna töl-
unni og breytast í innantóm orð; það liðna er ekki annað en
svört eyða: