Skírnir - 01.01.1981, Page 95
SKÍRNIR
EINFARAR OG UTANGARÐSMENN
93
Söguhetjan er vargur í véum þessa samfélags. Hún hefur ekki
samlagast siðakerfi þess og framferði hennar er ögrun við Stofn-
unina sem krefst þess að allir séu limir á sama líkamanum.
Frelsisviðleitni hennar er alvarlegasti glæpurinn sem hugsast
getur því að hún vegur að siðferðilegri undirstöðu samfélagsins
— hjarðmennskunni.
Allir verða að hafa ákveðnu hlutverki að gegna í Stofnuninni.
Sá sem skýtur sér undan þeirri frumskyldu er óalandi og óferj-
andi. Hann er „pótensíell" hætta, eða með orðum milligöngu-
mannsins:
Sem sagt: Maður sem ekki stundar sína einu löglegu atvinnu — hér í
Stofnuninni er slík atvinna aldrei nema ein fyrir einn og sama mann —
kemst ekki hjá þvx að aðhafast eitthvað ólöglegt fyrr eða síðar ef hann á að
halda lífi. Og vegna þess að lögbrot slíks manns getur orðið næstum hvað
sem vera skal, miðast refsingin ávallt við þyngsta hugsanlegt brot. (119)
1 upphafi sögu er maðurinn, sem fyrr segir, útlagi; hann stend-
ur með annan fótinn fyrir utan samfélagið enda þótt hann snæði
og sofi í Almenningi Stofnunarinnar. Það er ímyndunaraflið
sem skapar honum þessa sérstöðu:
Stundum lék hann sér að þeirri hugsun að komast burt úr þessum stað, en
þar sem hann gat ekki gert sér neina grein fyrir hvað þá tæki við, skorti hann
jafnan áræði, þegar á skyldi herða. Enginn af þeim sem hann talaði við
virtist þekkja til þess sem fólst handan múranna og það var ekki svo mikið
sem þeir væru forvitnir. (84—85)
Frjóangi frelsisins býr í brjósti hans en getur ekki dafnað.
Maðurinn reynir að losa sig úr einangruninni og samlagast
samfélaginu með því að hefja borgaraleg störf fyrir „soðflagðið",
þ. e. eldabuskuna í þeim skála sem hann borðar í. Lýsing hennar
er dæmigerð fyrir afstöðu mannsins til samfélagsins:
Oft flaug honum í hug, að hún væri ekkert annað en þetta sem sást af
henni: tveir handleggir á digrum bol, og með sjálfum sér kallaði hann hana
aldrei annað en soðskrímslið eða soðflagðið. (88)
Eldabuskan er fulltrúi kerfisins, spegilmynd heljarstórs skrímsl-
is sem maðurinn stendur ráðþrota og skilningsvana frammi fyrir.
Um tíma telur maðurinn sér trú um að einhver þýðing hafi
fyllt tilvist hans. Hann gengst upp í hlutverkinu: