Skírnir - 01.01.1981, Page 96
94
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
Nú hófust miklir annatímar í lífi hans. Fram að þessu hafði það verið
meira í ætt við einhverja blóðlausa, bjánalega hugmynd en iðandi líf. Eng-
inn mundi hafa saknað hans, enginn mundi hafa fundið neitt til þess, þótt
hann hefði allt í einu hætt að vera til. Fyrst nú hafði líf hans öðlazt til-
gang, og hann gat ekki forsómað það starf sem hann innti af hendi án þess
að það hefði sínar afleiðingar og truflanir að minnsta kosti fyrir eina mann-
eskju. Þannig geta menn stundum óforvarandis vaxið inn í hið ólíklegasta
og fengið vissa þýðingu. (97—98)
Hann fær númer og um tíma öðlast hann þegnrétt en það er
ekki til frambúðar.
Maðurinn tekur að sér að stela mjólkurflöskum frá fólki að
næturlagi og selja í mjólkurbúðum að degi til. Fyrir þetta fær
hann fyrst í stað tíu prósent ágóðans, en brátt er hlutur hans
skertur um helming. Lýsingin á viðskiptum mannsins við „flagð-
ið“ felur í sér ádeilu á tvöfalt siðgæði samfélagsins. Arðránið
sem liggur hagkerfi þess til grundvallar er í raun ekki annað en
löggiltur þjófnaður. í þessu sambandi er lýsingin á fundi félags
löggiltra „hirðumanna" í þinghúsinu kostuleg. Hún og ýmis
önnur atriði í sögunni benda til að sögusvið Stofnunarinnar sé
Reykjavík okkar daga.
Maðurinn segir fljótt skilið við vinnuveitanda sinn og tekur
að hasla sér völl á eigin spýtur. En ekki líður á löngu þar til
hann er handtekinn að nýju. Honum er þó fljótlega sleppt þar
sem brot hans þótti smávægilegt og athafnasemi hans í raun
lofsvert „einkaframtak". Honum hafði einungis láðst að fá lög-
gildingu fyrir hirðusemi sinni.
Eftir fangavistina verða hvörf í lífi mannsins. Hann segir skil-
ið við borgaralega tilveru og leggst út. Tilraun hans til að laga
sig að venjum samfélagsins hefur misheppnast og hann gerir
uppreisn, ómeðvitaða að vísu, gegn Stofnuninni. Hann hættir að
sækja Almenninginn, sefur úti og etur úr sorptunnum. Það er
fyrst í þessari útlegð sem honum auðnast að finna „raunveru-
lega“ þýðingu; áður hafði hann aðeins haft grun um aðra til-
verumöguleika, nú skynjar hann þá:
Það var á þessum morgungöngum, að hann uppgötvaði fjallið hinum
megin við sundið, kannski mest vegna þess, að loftið var þá tærara en þegar
á daginn leið, og hann gerði það að vana sínum að setjast á blauta fjöru-