Skírnir - 01.01.1981, Page 97
SKÍRNIR
EINFARAR OG UTANGARÐSMENN
95
steinana til að hor£a á það. Fyrst ekki af því, að hann byggist við svo miklu
af svona fjalli, en þetta var undarlegt fjall. Stundum kom það honum til
að halda, að kannski væri til eitthvað fallegt, þrátt fyrir allt. Hann gat
setið og horft á það lengi. (115)
Einn slíkan morgun er maðurinn sóttur á ný. Hann hefur
unnið sér til óhelgi í augum samfélagsins vegna þess að hann
unir sér ekki við samok múgsins. Leit hans að eiginlegri tilvist
liefur gert hann að útlaga og uppreisnarmanni því að stoðir
Stofnunarinnar þola ekki að einstaklingarnir leiti nýrra tilveru-
möguleika. Lokaorð sögunnar hljóða á þessa leið:
Nokkrum vikum síðar var hann réttaður að viðstöddu miklu fámenni,
því slíkir atburðir voru algengir í Stofnuninni. (120)
Þessi smásaga leiðir fljótt hugann að Réttarhöldunum eftir
Kafka og er því ekki úr vegi að atliuga hugsanleg tengsl þeirra
í millum. Áberandi er hliðstæðan hvað snertir tengslaleysi söku-
dólgs og þeirrar stofnunar sem dæmir hann. í sögu Geirs segir
milligöngumaðurinn eitt sinn við sakborninginn:
— Eins og yður er kannski kunnugt, þá er fyrirkomulagið þannig hjá oss,
að ekki er talið æskilegt eða viðeigandi að sakborningurinn mæti sjálfur fyr-
ir rétti. — Allt slíkt annast sérmenntaðir milligöngumenn, það er að segja
í þessu tilfelli ég. (Þarna ræskti hann sig). Það var nú um þaðl Dóm sinn
fær svo ákærður sendan bréflega hingað í tukthúsið, þegar rannsókn er
lokið, og þá er ekkert eftir nema fullnæging dómsins. Um hana þarf ákærð-
ur ekkert að hugsa þar sem hún er framkvæmd af öðrum aðilum. (111)
Glæpur mannsins heyrir þannig ekki undir venjulega dóm-
stóla fremur en tilfelli Jósefs K. í Réttarhöldunum. Báðir standa
frammi fyrir ósýnilegu og ópersónulegu valdi sem einstakling-
urinn hefur engan aðgang að. Samskipti þeirra við „dómskerfið“
takmarkast við valdalausa milligöngumenn. í báðum tilfellum
er málaferlum haldið leyndum fyrir sakborningnum. Hann get-
ur ekki komist í tæri við dómarana sem skera úr um örlög hans.
Skyldleiki verkanna tveggja felst ekki einungis í því að dóm-
stóllinn er formlega e.k. „deus absconditus". Hvorki maðurinn
né Jósef K. vita hver sök þeirra er, þeim er tilefni réttarhald-
anna hulin ráðgáta.