Skírnir - 01.01.1981, Page 99
SKÍRNIR
EINFARAR OG UTANGARÐSMENN
97
kenndari en Stofnunarinnar. Textar Thors eru tilraunir til að
tjá á myndrænan hátt upplausn angistarfulls og klofins sálarlífs.
Thor leitast öllu meir en Geir við að tjá reynslu sem tungumál-
ið getur aðeins kveikt grun um en ekki skilgreint.
í öðru lagi virðast Thor og Geir hafa öndverð viðhorf til
mannlegrar takmörkunar. Thor er hughyggjumaður og tilvistar-
hugmyndir hans eru oft á tíðum samofnar austrænni dulhyggju
sem sprengir allt samhengi í hugmyndaheimi hans. Thor heldur
fram grundvallarlegri takmörkun manns, endanlegum „dómi“
hans, en „leysir“ jafnframt tilvistarvandamálin eftir leiðum taó-
ískrar hugspeki.
Hugmyndaheimur Geirs er ekki eins margþættur og mótsagna-
kenndur. Hann er sjálfum sér samkvæmur í heimspekilegri af-
neitun sinni. Heimur hans býr ekki yfir neinum lausnum.
Þessar niðurstöður skýra ef til vill hvers vegna höfundarverk
Thors og Geirs eru jafnólík að vöxtum og raun ber vitni.
Þögn Geirs kann að stafa af því, meðal annars, að honum hafi
ekki auðnast að samstilla sköpunarþörf sína og lífsskoðun: Ef
lífið er í einu og öllu þýðingarlaust þá er listsköpun út í hött!
Margir listamenn hafa játast merkingarleysinu til fulls og dæmt
með því sjálfa sig til þagnar; fánýtið hefur slegið augu þeirra
blindu. Aðrir hafa, eins og Beckett, leitað vegvísis á blindgöt-
unni án þess þó að loka augunum fyrir því að allar leiðir eru
lokaðar. Slíkir menn neita að láta hafa sig að fífli og þeir hafa
hugrekki til að lifa og starfa þrátt fyrir allt. Þeir varðveita tak-
markanir sínar og láta samt ekki bugast. Vitund þeirra um
mannlegt hlutskipti gerir þá sterka:
Og víst er nokkuð þó í því,
að vita að allt er einskis vert
en þó berjast sí.<s
1 Kristinn E. Andrésson: Ritgerðir II, bls. 28.
2 Ibid., bls. 28.
3 Hannes Siglússon: Ritdómur, TMM 1956, bls. 266.
4 Unamuno: Le Sentiment tragique de la vie, bls. 30.
s Cioran: The Temptation to Exist, bls. 45.
6 Baudelaire: Les Fleurs du mal, bls. 84.
7