Skírnir - 01.01.1981, Page 105
SKÍRNIR
ATÓMSKÁLD OG MODERNISMI
103
það voru atómljóð, og atómskáld þeir sem svo ortu. Og brátt
voru þessi orð höfð holt og bolt um hvaðeina sem óvenjulegt
eða ankannalegt þótti í skáldskap, þótt jafnan væri lagt mest upp
úr nýstárlegri málsbeitingu, eða merkingarleysu málsins, og
bragfrelsi, rím- og ljóðstafaleysi atómljóða. „Það lærir þetta
enginn,“ var einatt viðkvæðið. Enda voru atómljóð „tómt bull“.
Þetta hygg ég að standi amk. þeim í fersku minni sem voru að
byrja að lesa skáldskap, eða bera sig að yrkja sjálfir, á þessum
árum. Þegar Jónas Svafár kom fram á sjónarsvið varð mikið
sport að sanna með dæmum úr ljóðum hans fimbulfambið í
atómskáldum; sömuleiðis urðu stakar hendingar úr Dymbilvöku
Hannesar Sigfússonar brátt á margra manna vörum í hinu sama
skyni. En að almannarómi var samt Steinn Steinarr á þessum
árum forsprakki og höfuðpaur slíkra kveðskaparhátta með ung-
um skáldum.
Nú á dögum er hin fyrri liáðsmerking væntanlega að mestu
eða öllu leyti horfin úr orðum eins og atómljóð, atómskáld og
tilfinningagildi þeirra þar með á þrotum. Hvað sem líður notk-
un þess í upphafi virðist handhægt að brúka heitið um þann hóp
ungra ljóðskálda sem fram komu á árunum eftir stríð, næstir á
eftir höfundum eins og Jóni úr Vör, Steini Steinari og hrintu
með Ijóðum sínum „formbyltingunni" fram í íslenskri ljóðagerð,
hvort sem þeir liöfundar eiga að endingu eitt eða neitt sameigin-
legt annað en viðleitni sína til formlegrar endurnýjunar. Þótt
orðin atómljóð og atómskáld hafi án efa í öndverðu verið höfð
um fleiri skáld og kvæði verða samt sem áður fimm höfundar
fremstir í þessum flokki: Stefán Hörður Grímsson, Hannes Sig-
fússon, Jón Óskar, Einar Bragi og Sigfús Daðason. Það eru þeirra
verk sem Eysteinn Þorvaldsson gerir að uppistöðu athugana
sinna á tildrögum módernisma í íslenskum bókmenntum. Að
vísu var áður farið að nota orðið atómskáld sem samheiti á þess-
um rithöfundahópi í umræðu um sögu samtíma-bókmennta.
Og það er deginum ljósara hvað gerir þá fimmmenninga að
„hópi“ í skilningi bókmenntasögunnar: umfram allt aldur
þeirra, fæddir á árunum 1919—1928, og fyrstu rit útgefin 1946—
1953, komu allir við sögu eða tóku þátt í deilunum um atóm-
stefnu og formbyltingu á árunum upp úr 1950, fjórir af fimm