Skírnir - 01.01.1981, Page 108
106 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
hefur Ijóðaútgáfan eftir 1945 langoftast verið um og yfir 30 rit
á ári allt framundir 1970 og Ijóð jafnan fleiri en árlega útgefnar
skáldsögur. Þá eykst þessi útgáfa til mikilla muna, verður mest
71 rit árið 1975, en hefur síðan verið um og yfir 50 rit á ári sam-
kvæmt árlegu töluyfirliti Landsbókasafns um útgáfuna.3
Ljóð hafa víst sjaldnast þótt vænleg söluvara á bókamarkaði
þótt dæmi séu um eina og eina bók, eitt og eitt þjóðskáld, síðast
Davíð og Tómas, sem verulegu upplagi ná og sölu á markaðn-
um. Annars er það langhelst að ritsöfn góðskáldanna og þjóð-
skáldanna gangi á markaði eftir þeirra dag. Enn í dag mun upp-
lag nýrra, frumortra ljóðabóka, einnig þeirra skálda sem óskor-
aðrar viðurkenningar njóta, hefðbundinna ljóðskálda ekkert
síður en formbyltingarskálda, vera býsna lágt á við nánast allar
aðrar bókmenntir á markaði. Það þykja stórtíðindi ef ný ljóða-
bók selst í upplagi sem nemur þetta 1000 eintökum. Aukning
ljóðaútgáfu eftir 1970 stafar ekki heldur af því að markaður
ljóða hafi upp úr þurru stækkað á þeim árum nema síður sé.
Hún kemur til með nýrri og ódýrri fjölföldunartækni, og jafn-
framt þokast hin nýju fjölritaljóð og fjölritaskáld út á jaðar eða
alveg burt af venjubundnum bókamarkaði. En það er ekki fyrr
en þá að formbylting „slær í gegn“ í ljóðagerð, Ijóðaútgáfu al-
mennt.
Yfirlit yfir tölulegan framgang formbyltingar í ljóðagerð og
ljóðaútgáfu undanfarin þrjátíu ár má taka saman sem hér segii:
Ljóðagerð og Ijóðaútgdfa 1945—19754
1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975
Frumort ljóð 14 20 18 20 18 27 46
Hefðbundin ljóð-1 11 13 12 9 7 9 11
Hefðbundin ljóð-2 3 6 5 3 5 9 6
Formfrjáls ljóð — 1 i 8 6 16 29
Einkaútgáfa 2 11 7 7 4 10 24
Fjölrit —■ — — — — 3 23
Ljóð alls 30 34 27 36 31 36 58
Hér eru talin á fimm ára fresti öll frumort ljóðasöfn í lstu út-
gáfu, og síðan reynt að greina þau í tvennt, „hefðbundin" og
„formfrjáls“ Ijóð, eftir þeirri viðmiðun sem áður var lýst. Hefð-