Skírnir - 01.01.1981, Page 109
SKÍRNIR
ATÓMSKÁLD OG MODERNISMI
107
bundnum ljóðum er aftur skipt í tvennt. Aðalreglan er að bæk-
ur allra þeirra höfunda sem gefið hafa út tvö eða fleiri kvæða-
söfn undir hefðbundnum brag komi í fyrri flokk hefðbundinna
ljóða. En ár fyrir ár kemur út sitthvað af „tækifæris-kveðskap“
sem svo má kalla. Oft eru það verk hagyrðinga og skáldmæltra
manna sem hafa gripið í ljóðagerð ciðrum þræði um dagana og
gefa einatt út kvæði sín í bók á efri árum. Þesskonar bækur er
reynt að greina frá öðrum hefðbundnum ljóðum í seinni flokki
þeirra ásamt örfáum ritum öðrum, vísnasöfnum, skopi og einu
eða tveimur dulnefndum ritum. Slík tækifærisljóð eru miklu
sjaldgæfari, ef þau eru þá til, í hópi formfrjálsra ljóða. Og fjöl-
ritaljóð eru langflest formfrjáls, fjölritaskáld langflest á ungum
aldri, þótt einnig komi fyrir rosknir menn og hefðbundinn kveð-
skapur í fjölritum. Taka má eftir því hvað tala liefðbundinna
ljóða breytist lítið öll þessi þrjátíu ár. Ef marka má yfirlitið er
formbyltingin hæg og sein af stað, í tölum talið; formfrjálsra
ljóða fer ekki að gæta að marki í bókaútgáfunni fyrr en um
1960; og þau eru ekki komin í meirihluta í ljóðaútgáfu fyrr en
um 1970. Jafnframt sést skýrt á yfirlitinu liin dramatíska aukn-
ing útgáfunnar eftir 1970, með fjölritaútgáfunni og stóraukinni
einkaútgáfu Ijóða.
Þessi mælikvarði tekur til allra útgefinna ljóða. Og hann sýn-
ir vitanlega ekki það sem varðar mestu: ítök bragbreytinga og
formbyltingar í ljóðum þeirra skálda sem mestu máli skipta í
bókmenntunum. Eftir sem áður er alveg óhætt að fullyrða að
bragbreytinganna sjái einhvern stað í mestallri ljóðagerð sem ein-
hverju skiptir undanfarin ár og áratugi. Hitt sýnir yfirlitið skil-
merkilega að formbyltingin sjálf sem svo hefur verið nefnd geng-
ur fyrir sig í fáeinum bókum örfárra skálda í upphafi sínu. Breyt-
ingaskeiðið má, ef vill, tímasetja svo að það hefjist með Þorp-
inu eftir Jón úr Vör, fyrsta rímlausa og háttlausa ljóðasafni á fs-
lensku, 1946, en ljúki með Sjödœgru Jóhannesar úr Kötlum
árið 1955. Þá gekk eitt af þjóðskáldum hins fyrri siðar opinber-
lega til liðs við nýstefnu ljóðagerðarinnar, og þá má einnig af
öðrum ástæðum sjá kaflaskil í sögu samtíma-bókmennta.
En þótt sú þróun komist í kring á skáldatíma þeirra er ekki
þar með sagt að hún hefjist eða henni ljúki með atómskáldum —