Skírnir - 01.01.1981, Page 111
SKÍRNIR
ATÓMSKÁLD OG MODERNISMI
109
Módernismi er ekki aðeins uppreisn gegn hefð tjáningarformsins, heldur
felst einnig í honum afneitun viðtekinna lífsviðhorfa og um leið nýtt mat á
gildum lífsins og formgerð samfélagsins. Þetta hefur leitt til annars konar
ljóða en áður tíðkuðust. (281)
Um formbyltingu og atómstefnu hér á landi segir hann berum
orðum:
Breytingin á ljóðagerðinni er hluti af þróun þjóðfélagsformgerðarinnar í
heild. Islensk ljóðagerð var enn einu sinni komin í sjálfheldu vegna íhald-
semi formsins, líkt og gerðist á tímum dróttkvæðanna og síðar varðandi
rímnakveðskapinn. Það sem e.t.v. reið baggamuninn svo að uppreisn gegn
formhefðinni braust út á 5. áratugnum, var hið nýja samfélagslega inntak,
þær skyndilegu breytingar sem verða á íslensku samfélagi á heimsstyrjaldar-
árunum... Mannkynið hafði öðlast nýja og ógnvekjandi reynslu, heims-
myndin hafði breyst... Það er einmitt hið nýja inntak tilverunnar sem
krafðist nýrra tjáningarforma í íslenskri ljóðagerð og sú krafa varð ekki taf-
in lengur þegar komið var fram á 5. áralug aldarinnar. (134—135)
Jafnframt áréttir hann að eitt saman formfrelsi nægi ekki til
að upp komi módernismi:
Stundum verður vart þeirrar einföldunar að lausbundið form eða óbundið
ljóð nægi til þess að um módernisma í ljóðlist sé að ræða. En gjalda ber var-
hug við því að heimfæra ljóð til módemisma einungis vegna ytri formein-
kenna. Það eru aðrar eigindir sem skera úr um módernismann: málbeiting,
bygging myndmálsins og viðhorfin sem í ljóðunum búa, eins og síðar verður
vikið að. (195—196)
Nú eru hin málfarslegu atriði sem hér eru nefnd að ofan auð-
vitað að sínu leyti „formleg". Það sem úr sker um réttnefndan
módernisma hlýtur að vera „viðhorfin sem í ljóðunum búa“,
„hið nýja inntak tilverunnar“ eða „nýja mat á gildum lífsins"
sem þau tjá og birta og hafði í för með sér ekki einasta „afneit-
un viðtekinna lífsviðhorfa" heldur einnig „hefðbundinna að-
ferða og hefðbundinna forma“. Enda eru að vísu bragfræðileg-
ir, myndrænir, málfræðilegir þættir ljóðs í verkinu ósundur-
greinanlegir og allir merkingarbærir saman í senn; samþættir
mynda þeir það sem hér er kallað með dulu orði „formgerð"
textans, merkingarlieim hvers og eins ljóðs. En Eysteinn Þor-
valdsson veigrar sér við eða hliðrar sér hjá þeirri túlkun á ljóð-
um atómskálda sem þyrfti til að grafast fyrir hvort þau geymi
nýmæli af slíku tagi og hvernig þeim sé þá háttað. Án slíkrar