Skírnir - 01.01.1981, Page 112
SKÍRNIR
110 ÓLAFUR JÓNSSON
könnunar á merkingarlegu gildi hinna bragformlegu breytinga,
eða með öðrum orðum því sem lrann kallar „hugmyndafræði“
ljóðanna (10, 279—283), er ógerlegt að skera úr því livort í ljóð-
um atómskálda sé um að ræða eiginlegan módernisma, eftir
þeitri skilgieiningu hugtaksins sem ráða má í af tilvitnunum
liér á undan.5
Ekki er mér allskostar ljóst hvað orð eins og „þjóðfélagsform-
gerð“ eiginlega merkir eða hvað átt sé við með „þróun henn-
ar í heild". En væntanlega eiga þessi orð við efni eins og bú-
setu og atvinnuhætti, stéttaskiptingu og menntun og þar með
lífshætti og lífskjör almennings í landinu. Ekki liggur í augum
uppi hvernig greina megi orsakasamband á milli breytinga og
þróunar á þessum sviðum og hinna eða annarra breytinga sem
verða í bókmenntum, svo sem eins og með almennu fráhvarfi
frá hefðbundnum bragreglum og háttbundinni kveðandi, þótt
hvorartveggju kunni að verða á sama tíma. Enda er Eysteinn
Þorvaldsson í tilvitnuðum orðum að fitja upp á allt annarskon-
ar skýringu formbyltingarinnar sem ekki þarf að koma hugmynd-
um hans eða annarra um módernisma neitt við. Nefnilega þeirri
að bragbreytingarnar hafi einkum stafað svo sem sjálfkrafa af
þróun bókmenntanna; viðteknir ljóðrænir tjáningarhættir hafi
verið komnir í þrot undir kennivaldi bókmenntalegrar hefðar,
fyrirskrifaðrar reglu um það hversu ljóð skyldi yrkja og kveða;
enda séu þær samlíkjanlegar við fyrri atburði og þróun í
bókmenntasögu. Jafnframt hreyfir hann þeirri hugmynd að
atómskáldin hafi í og með verið að flytja inn í landið erlent
verksvit og tæknikunnáttu, færa „íslenskri ljóðagerð skerf af
ávöxtum þeirra byltingarkenndu nýjunga sem uppliófust sunn-
ar í álfunni um fjórum áratugum fyrr“ (285) þótt hann telji líka
um leið að erlend áhrif hafi ekki verið mikil og einkum óbein
á atómskáldin (143—152). Og slíkra mekanískra þróunarhug-
mynda um sífellda víxlverkun hefðar og nýmæla, innlendra og
erlendra áhrifastrauma í bókmenntalegri framvindu, gætir víðar
í bókinni, enda er Eysteinn ekki einn um þær (20—21, 182—193,
261-262, 288-289).
Það er væntanlega augljóst mál að hér er um tvennskonar
hugmyndir að ræða. Annarsvegar er sú hugmynd að endurnýjun