Skírnir - 01.01.1981, Page 113
SKÍRNIR
ATÓMSKÁLD OG MODERNISMI
111
ljóðmáls og stíls, bragfræðileg og málfarsleg, hafi verið orðin
brýn nauðsyn til að gera mönnum auðið að tjá hug sinn frjálst
undan ægivaldi úreltrar, ofsterkrar hefðar. Augljóslega getur slík
þörf komið til án þess að það sé þar fyrir neitt „nýtt“ sem hvert
og eitt nýjungaskáld liefur fram að færa — nema að því leyti
sem hvert skáld er auðvitað „nýr maður“ og frábrugðinn öllum
öðrum. En hinsvegar er hugmynd um að formbyltingarmenn,
atómskáld, módernistar liafi í rauninni einhverri þeirri reynslu
að miðla sem sé „ný“ með allt öðru móti — sprottin af nýjum
og gerbreyttum tímum og þar með í eðli sínu ólík og frábrugðin
öllu því sem fyrri tíðar menn höfðu reynt og lifað og tjáð í sín-
um skáldskap. Og verði því ekki látin uppi nema með „nýjurn
orðum“.
Þriðja módernisma-skilgreining Eysteins Þorvaldssonar er
reyndar alveg formlegs efnis. Hún er tekin eftir sænskum fræði-
manni um bókmenntir, Ingemar Algulin, í riti hans um ljóða-
gerð Bertil Malmbergs og Hjalmar Gullbergs á efri árum þeirra.6
Eftir þeirri skilgreiningu eiga módern ljóð að hafa tvö af þrem-
ur formsauðkennum til að bera: a) bragfrelsi, b) hnitmiðun eða
samþjöppun máls, c) frjálsræði myndmáls (196—197) — en auðvit-
að er mælikvarði Algulins í verki mun ýtarlegri, nákvæmari en
þessar fyrirsagnir gefa einar saman til kynna. Þessi viðmiðun
hentar ágætlega viðfangsefni Algulins sem er að sýna fram á
áhrif formbyltingar og atómstefnu: sænska „förtitalismans" á
verk tveggja hefðbundinna nútímaskálda sem svo má kalla. Og
alla tíð ljóst af könnun hans að stílfarsleg þróun, breytingar á
ljóðstíl Malmbergs og Gullbergs á efri árum þeirra stafaði af
hugmyndalegri nauðsyn, skáldlegri og persónulegri kreppu á ferli
höfundanna.7 í meðförum Eysteins Þorvaldssonar er mælistika
Algulins stórkostlega einfölduð og um leið einhæfð að hinum
bragformlegu og stílfarslegu skilgreiningaratriðum einum sam-
an.
Það hafa meiri menn en við Eysteinn Þorvaldsson fallerast
á því að reyna að orða einhverslags allsherjarskilgreiningu
módernisma í bókmenntum. Og eðli sínu samkvæmt hlýtur
slík skilgreining, eða drög að skilgreiningu, að verða mjög svo
almenns efnis. Mergurinn málsins hygg ég samt að sé sá að hin-