Skírnir - 01.01.1981, Page 115
SKÍRNIR
ATÓMSKÁLD OG MODERNISMI
113
speglar eða tjáir með einhverju móti. Breytir engu þótt aðrir
menn kunni í annan tíma að hafa lifað sambærilegan vanda í
sínu lífi og tilveru: efni skáldsins er vandi okkar aldar og okkar
sem nú lifum, og með einhverju móti auðkenndur öldinni. Alda-
skilin í heimi nútímans sem tilveruvandi einstaklings eru þá hið
sameiginlega „þema“ módernra bókmennta, tjáð í hverju verki
nýskynjuðum, andlægum hætti.
Hinar módernu bókmenntir fást við slíkan vanda, lýsa honum,
greina eða tjá hann, og leitast þannig óbeint ef ekki beint við að
ráða fram úr honum. En ætli módernisma sé ekki lokið í og með
að ráðið er fram úr vandanum — þegar heimurinn hefur öðlast
merkingu og bókmenntirnar boðskap á ný?
Að hve miklu leyti á það sem nú var sagt við atómskáldin?
Eru þeir módernistar í einhverjum þeim skilningi sem hér var
reynt að ýja að?
Nú er sá skilningur ekkert ýkja skilmerkilegur. Það má auð-
vitað telja að „aldaskil" í mannlífi og þjóðlífi, samfélagi manna
og mannlegu tilfinningalífi séu með einhverju móti yrkisefni í
mestöllum íslenskum bókmenntum eftir stríð og þar með „sam-
eiginlegt þema“ samtíma-bókmenntanna. En þar fyrir kann að
vera auðið að aðgreina frá öðrum bókmenntum þau verk þar
sem slík yrkisefni virðast brýnust, virkust eða ágengust, tjáð sem
persónulegur lífsvandi og jafnharðan veldur þeirri nýgervingu
eða nýsköpun máls og stíls og yrkisefnis sem greina má í hverju
slíku verki um sig. Þar er um þá formbyltingu að ræða sem að
réttu lagi auðkennir módernisma í bókmenntum og miklu
dýpra ristir en nemur ljóðstöfum, rímskipan, myndmáli einu sér.
Hin fyrirskrifuðu viðfangsefni og aðferðir, mál og form og stíll
hefðbundins skáldskapar, bókmenntahefðin sjálf, geymir vísi
til eða forskrift lausnar á hverju tilteknu yrkisefni sem módern-
isminn hafnar.
Það er nú vísast að til að grafast fyrir það hvernig atómskáld-
um og atómskáldskap háttar til að þessu leyti þyrfti rækilega
rannsókn á hugmyndafari og Ijóðstíl þeirra. En þar fyrir ætti að
vera átölulaust að vitna um sinn eigin smekk og reynslu af Ijóð-
unum. Og í mínum liuga er enginn efi á því að slíkur og þvílíkur
lífsvandi er yrkisefnið í ljóðum sumra atómskálda, hvati og und-
8