Skírnir - 01.01.1981, Page 117
SKÍRNIR
ATÓMSKÁLD OG MODERNISMI
115
frásagnarljóði, sem verið hafi nýstárlegri í þá daga en nú mun
þykja. En ljóðagerð Einars Braga sjálfs tók allt aðra stefnu í
næstu bókum hans. í Svani á báru, 1952, er allt hefðbundið,
efni og bragur. Og þótt ort sé í lausu máli í Gestaboði um nótt,
1953, er rómantískur hugsunarháttur, tilfinningalíf, myndmál
prósaljóðanna allt saman mótað og bundið af hefð og venju.
Raunar væru prósaljóð á íslensku, allt frá upphafi þeirra og
fram á okkar dag, markvert athugunarefni þótt það komi form-
byltingu og módernisma svo sem ekki við. En áreiðanlega er
það sanni næst að „formbyltingin“ í ljóðum Einars Braga, Jóns
Óskars feli umfram allt í sér endurnýjun og nýgervingu hefð-
bundinna Ijóðrænna tjáningarhátta og þar sem lengst gengur ný-
sköpun á grundvelli þeirra, allt í því skyni að frelsa skáldin og
ljóðinundan fyrirskriftljóðrænnar hefðar og hugsunarvenju eins
og hún hafði mótast í kynslóðinni á undan þeim. Þeir verða
ekki „módernistar" fyrir það. Af því einu að lesa saman æskuljóð
þeirra og Hannesar eða Sigfúsar og fyrr voru nefnd er líka ljóst
hve margt og mikið greinir atómskáldin að í upphafi þeirra hvað
sem þeir að öðru leyti eiga saman í bókmenntasögu. En best að
taka skýrt fram að þetta er aldeilis ekki sagt til að niðra inni-
legri náttúru- og tilfinningalýrik þeirra Einars Braga og Jóns
Óskars í bókum eins og tam. Regn i mai, 1957, Nóttin á herðum
okkar, 1958; þeir eru alveg jafngóð skáld og ella þótt þeir séu
ekki mikil formbyltingarskáld.
Frá þessum sjónarhól kunna þó ljóð og ferill Stefáns Harðar
að vera fróðlegust til athugunar. Undravert að sjá í Svartálfa-
dansi, 1951, hvernig módern yrkisefni, aðferðir, viðhorf beinlín-
is vaxa upp úr hinum rómantísku kvæðaefnum og bragarháttum
í æskuljóðum lians. En jafnframt er engu líkara en tekið sé fyrir
vitin á skáldinu: hann hefur í þrjátíu ár ekki birt nema hand-
fylli af nýjum ljóðum. Hvað um hugmyndir atómskálda um gildi
skáldskapar, sjálfrar athafnarinnar að yrkja, ljóðsins sem sjálf-
bjarga staðreyndar í heiminum? Að vísu er Hliðin á sléttunni,
1970, eftir mínum smekk, ásamt Timanum og vatninu eitthvert
fegursta verk módernismans í íslenskri ljóðlist.8
Það kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra að gera setningu
ljóðstafa, rím og lirynjandi, gerð og tegundir myndmáls að ein-