Skírnir - 01.01.1981, Page 118
116 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
hliða mælikvarða á breytingar og framvindu í bókmenntum
sem umfram allt tekur til merkingar málsins sem ort er. Og það
þótt auðvitað hafi myndmálið, rímið, ljóðstafirnir merkingar-
legt gildi í nútíma-ljóðlist. Eins og í öllum ljóðum! Það sem
Eysteinn Þorvaldsson segir um „yrkisefni og viðhorf" er hins veg-
ar einkar marklítið enda nánast til málamynda sagt (270—283).
Og það sem tíundað er af skoðanatagi er síður en svo nýstárlegt:
ættjarðarást, þjóðrækni, andúð á stríði en mætur á friði. Því
miður virðist mér að lesandinn verði ekki mörgu nær heldur sem
máli skiptir um eðli og eiginleika „formbyltingar“ og „módern-
isma“ í þeim skilningi sem Eysteinn freistar að leggja í þessi orð
og hugtök af öllu því sem hér er sagt um „formgerð" og „þemu“,
„viðlíkingar" og „myndhverfingar", „sértákn" og „samtákn",
svo ég nú ekki tali um „miðleitni“ og „útleitni". Enda jafnan
fjallað um módernismann og hin módernu ljóð sem eina sam-
kolka heild, án þeirrar túlkunar einstakra ljóða sem til þess
þyrfti að umræðan fengi kjölfestu samfellds skilnings og skoð-
unar.9
Hvað sem líður bragbreytingum, formbyltingu þá byrjar að
vísu ekki módernismi í íslenskum bókmenntum almennt né
ljóðagerðinni sérstaklega í verkum atómskálda á áratugnum
eftir stríð. Bent hefur verið á auðkenni „módernískrar tóm-
hyggju" á hinum seinni ljóðum Jóhanns Sigurjónssonar.10 Og
talað um einskonar „frum-módernisma“ í íslenskum bókmennt-
um á þriðja áratug aldarinnar í verkum eftir Sigurð Nordal,
Þórberg Þórðarson, Halldór Laxness, að þeim ógleymdum Jó-
hanni Jónssyni og Jóni Thoroddsen. Allténd eiga verk þeirra
þriggja fyrrnefndu á þessum tíma sammerkt í því að þar má
greina hin sömu hugmyndalegu og stílfarslegu auðkenni sem
áður var reynt að lýsa: áraun nútímans, tilvistarvanda einstakl-
ings í sjónarmiðju verks, andlæga nýsköpun frásagnarforms og
stíls.11
Það er eftirtektar vert að helstu verkin sem hér um ræðir, Hel,
Bréfi til Láru og Vefarinn mikli frá Kasmir, eru öll í lausu máli;
þótt Hel sé ljóðrænt verk er hún umfram allt saga, eða drög til
sögu, þar sem þroskaferill söguhetjunnar, Álfs frá Vindhæli,
leggur til epíska uppistöðu efnisins. í ljóðagerð kvað mest að