Skírnir - 01.01.1981, Side 119
SKÍRNIR
ATÓMSKÁLD OG MODERNISMI
117
búrleskri uppreisn gegn staðnaðri liefð í Hvítum hröfnum Þór-
bergs, 1922, og Kvœðakveri Kiljans 1930. Orðstír Jóhanns Jóns-
sonar sem frumkvöðuls módernisma stafar af einu einasta kvæði
hans, „Söknuði". Og rit Nordals, Þórbergs, Halldórs eru raunar
öll ófullgerð eða ófullnuð verk; Helena Kadecková sem ýtarleg-
ast hefur fjallað um þetta efni kallar þau „skáldskap í smíðum“.
Þau snúast hvert um sig einkum og sér í lagi um eina mikla
mannlýsingu, Álfs frá Vindhæli í Hel, bréfritarans í Bréfi til
Láru, Steins Elliða í Vefaranum, og má þá taka með í reikning-
inn hans fyrri gerðir í öðrum æskuritum Halldórs Laxness. En
hitt held ég að enn hafi lítt eða ekkert verið athugað hvort þess-
ar mannlýsingar séu í eðli og kjarna sínum svo mjög frábrugðn-
ar náskyldum manngerðum sem á sama tíma eru uppi í verkum
annarra og hefðbundnari höfunda sem svo munu þykja, skáld
og förumaður í ljóðum Stefáns frá Hvítadal og Davíðs Stefáns-
sonar, angistarfullur borgari í samtíðarsögum Gunnars Gunnars-
sonar litlu fyrr. Og módernismi þriðja áratugarins varð ekki
langær: tími slíkrar nýstefnu var ekki runninn í landi. Skáldskap-
ur SigurðarNordalsvarð aldrei nemaaukageta með öðrum ritum
hans. Steinn Elliði hverfur í lok Vefarans mikla í móðurfaðm
kaþólsku kirkjunnar, en höfundur hans heim til þjóðlífsins og
hinnar epísku hefðar. Þórbergur fann sína sáluhjálp í sósíalism-
anum, að ógleymdum öðrum þeim guðspjöllum sem hann faðm-
aði, eða gervum sem hann tók á sig, um sína daga. Allir þessir
höfundar, og bókmenntirnar í heild sinni, tóku brátt aðra stefnu
en uppi var í æskuritum þeirra.
Að þessum efnum er svo sem ekki vikið í bók Eysteins Þor-
valdssonar. í því sem segir um „nýjungar og þróun í íslenskri
ljóðagerð... fram að atómskáldatímanum" (41—83) er fetuð
troðin slóð þeirra sem áður hafa ritað um efnið.12 Og það litla
sem hann hefur að segja berum orðum og beinlínis um þá ljóð-
hefð sem fyrir var í landi þegar atómskáld hófu sín kvæði,
skáldskap Davíðs og Tómasar og „sporgöngumanna“ þeirra, eins
og Eysteinn einatt segir, gefur einna helst til kynna að hún hafi
í öllum meginatriðum verið samlíkjanleg við ljóðhefð og skáld-
skap 19du aldar (42, 52, 62—3). Nú er það auðvitað mála sann-
ast að bragfræði nútíma-ljóðagerðar og stílþróun í ljóðagerð