Skírnir - 01.01.1981, Page 120
118 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
aldarinnar er öldungis ókannað mál. Til að gera þessum efnum
skil þyrfti ekki einasta rannsókn á hugmyndafari í bókmenntum
heldur einnig miklu ýtarlegii stílrannsóknir en Eysteinn svo
mikið sem ýjar að í bók sinni. En varla þurfa menn lengi að lesa
Ijóð til að sjá og heyra, skynja og skilja stílfarslegan skilsmun,
stílhvörf á milli 19du aldar og 20stu, skálda eins og séra Matthí-
asar, Stephans G, Einars Ben á aðra hönd og Stefáns frá Hvíta-
dal, Davíðs, Tómasar á hina þótt allir saman yrki í „hefðbundnu
formi“ svo sem er kallað. Þau skil eða hvörf eru alveg skýr frá
og með Ijóðum nýrómantískra skálda á öndverðri öldinni. Af
hverju þá að láta eins og allt sé þetta samt og jafnt?
Og hvernig sem aðdragandi hans verður nánar rakinn er
módernisminn frarn kominn í og með Steini Steinari, hinni heim-
spekilegu efahyggju eða níhilisma sem verður undirrót og orsök
þeirrar byltingar kveðskapar- og hugsunarhátta sem fram fer í
ljóðum hans. Þetta hefur auðvitað mörgum lesendum Steins
lengi verið ljóst.13 En Eysteinn Þorvaldsson gengur í bók sinni
út frá tuggunni gömlu um Stein sem „pólitískt baráttuskáld“ og
„ádeiluskáld“ og gott ef ekki „byltingarskáld" sem í öllum
meginatriðum aðhyllist „hefðbundið form“ (75—76). Enda virð-
ist hann á því að höfuðrit Steins og módernismans, Tíminn og
vatnið, 1948, sé í sjálfu sér óskiljanlegt og ganga út frá því sem
gefnu að merkingu ljóðs eigi að mega einangra frá og leggja út
af því, aðgreina skilning frá skynheimi máls í kvæðinu (76—78).
Það er út af fyrir sig hæpið þegar athugunarefni eins og
módernismi í bókmenntum er annars vegar að einbeita athugun
að Ijóðagerð einni saman; kann að eima hér eftir af rótgróinni
siðvenju í bókmenntasögu að fornu og nýju að rekja sögu kveð-
skapar sér og sögu sagnagerðar sér í lagi eins og ekkert samband
sé þar í milli. En auðvitað koma módern auðkenni fram í bók-
menntum í lausu máli, yrkisefnum og aðferðum þeirra, ekki síð-
ur en í ljóðum á tíma atómskáldanna — samtímis þeim hjá höf-
undum eins og Thor Vilhjálmssyni, Ástu Sigurðardóttur, Geir
Kristjánssyni.14 Aðrir höfundar fást við módern úrlausnarefni
innan hinnar formbundnu frásagnarhefðar — eins og Jökull
Jakobsson í skáldsögum og síðan leikritum sínum. Uns hið