Skírnir - 01.01.1981, Síða 121
SKÍRNIR
ATÓMSKÁLD OG MODERNISMI
119
hefðbundna leikform er orðið eins og gegnlýst, merking þess
umfram allt myndræn í hinurn seinni og fullveðja leikritum
Jökuls.15
í sagnagerð var í raun og veru við óskorað kennivald óve-
fengdrar hefðar að etja á tímum atómskálda og formbyltingar:
epískra og raunsæislegra frásagnarhátta eins og þeir liöfðu þró-
ast í hundrað ár, frá Jóni Thoroddsen til Halldórs Laxness. Og
vera má að vegna ofurvalds liefðarinnar birtist hið móderna
hugmyndafar enn skýrar en í ljóðagerð í ýmsum lausamálsverk-
um frá þessum árum, sögum af ýmislegu tagi sem að vísu urðu
sjaldnast sjálfar mjög markverðar. í öllu falli má lesa fyrstu
bækur Thors Vilhjálmssonar frá árunum 1950—57, sögur Ástu
Sigurðardóttur frá þessum árum sem ekki var safnað í bók fyrr
en síðar (Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, 1961) og sögur
Geirs Kristjánssonar í Stofnuninni, 1956, sem leit að og tilraunir
með frásöguhætti, söguform sem hæfði nýstárlegri lífsvitund og
hugarheimi sem sögur þessar höfðu að tjá. Glöggt er þetta
hjá Geir af því hvað sögur hans eru jafnan formfastar. I Stofnun-
inni standa hlið við lrlið raunsæislegar smásögur og allegórisk
táknsaga í Kafka-stíl, samnefnd bókinni, liefðbundnar og ívið
viðkvæmnislegar „smælingjasögur“ (sem kalla má sérstaka grein
innan íslenskra smásagna allt frá Einari Kvaran og fram á okk-
ar dag) og nútímalegri sálfræðileg uppmálun lífsfirringar og tóm-
hyggju. Nú finnst mér Geir Kristjánsson með sínum fáu sögum
einhver frumlegasti smásöguhöfundur á íslensku. En sjálfum sér
líkastur verður hann í fáeinum örstuttum sögum („Bjargbátur
nr 1“, „Morgunn“, „Á grasinu") í Stofnuninni og örfáum sög-
um í framhaldi þeirra sem aðeins hafa birst í tímaritum. En þá
tekur þögn við. Eftir sögu eins og „Sá bleiki" er eins og ekkert
sé að segja meir.16
Formbylting, módernismi í skáldsagnagerð komu ekki fram
til fulls fyrr en síðar — á árunum 1965—75 með Guðbergi Bergs-
syni, Svövu Jakobsdóttur, Thor Vilhjálmssyni. Nú kann aftur á
móti módernismi að vera liðinn hjá í bili í verkum yngstu
höfunda, ljóðum, sögum og leikritum. En auðvitað fer allan
tímann fram módernum hugmyndum og yrkisefnum í bók-