Skírnir - 01.01.1981, Page 125
SKÍRNIR
ATÓMSKÁLD OG MODERNISMI
123
menntunum sem einnig vöktu og hafa vakið megna andúð máls-
metandi manna fram á þennan dag. Það voru hinar alþýðlegu
afþreyingarsögur frá og með Guðrúnu frá Lundi og sögum
hennar, tilkoma „þjóðlegu skemmtisögunnar" sem sérstakrar
greinar skáldsagna. Nema þær sögur hlutu og nutu lengi síðan
almenningshylli og útbreiðslu þrátt fyrir harða hleypidóma
gegn þeim. Ef til vill má hafa hinar nýju bókmenntagreinar á
þessum árum, atómljóð og afþreyingarsögur, og átökin um þær
til marks um að hið fyrra samfélag skálda og lesenda, bókmennt-
anna í landinu, hafi á þessum árum verið fyrir alvöru farið að
gisna og greinast í sundur eftir alls ólíkum þörfum og hagsmun-
um ólíkra og aðgreinilegra lesenda. Og sársauki sem menn undir
niðri fundu af þessum missi hafi valdið liitanum sem hljóp í
deilurnar um hinn nýja og nýstárlega skáldskap.
Til hvers eru bókmenntirnar, hvað hafa skáld og kvæði að
segja, höfum við þörf fyrir skáldskap? Slíkar og þvílíkar spurn-
ingar má vitanlega bera upp við atómskáld og atómljóð rétt eins
og annan skáldskap og önnur skáld. Það eru ekki gild svör í því
máli að aukinni innhverfingu, andlægni skáldskapar fylgi af
sjálfu sér fráhvarf frá algengum smekk á skáldskap og almenn-
um hagsmunum lesendanna. Hin móderna reynsla er eftir eðli
sínu einkaleg og einstaklingsbundin, módernismi í bókmennt-
um ekki til þess fallinn né ætlaður að tala fyrir munn lesenda
allra saman í hóp. Eftir sem áður getur atómskáld verið gegn
túlkur sinnar aldar og talsmaður lesenda sinna, hvers og eins
þeirra. Það talar hver fyrir sig. Eða þegir.
Ef einhver hæfa er í því að bókmenntir síðustu tíma auðkenn-
ist á meðal annars af sívaxandi sundurgreiningu lesendahóps
sem áður hafi í meginatriðum átt og staðið saman um bókmennt-
ir sínar — þá hófst sú þróun að vísu ekki á tíma atómskálda
þótt hún liafi ekki komist í kring fyrr en á síðustu árum.
En það er vel að merkja í þennan sama tíma, árin eftir stríð,
sem bækur verða í fyrsta sinn í raun og veru almennings-eign á
landinu, aðgengileg neysluvara á almennum menningarmarkaði.
Þróun og framvinda bókmennta verður ekki skilin né skýrð
nema í samhengi við breytingar og þróun þess þjóðfélags þar
sem þær verða til og eru um síðir notaðar. En módernar má vel