Skírnir - 01.01.1981, Síða 126
SKÍRNIR
124 ÓLAFUR JÓNSSON
kalla þær bókmenntir, rithöfunda, skáldrit sem á hverjum tíma
birta skýrast aðför hins nýja, nýja lífskynjun, lífsvitund að mót-
ast og verða til, sjálfar að efnivið og formgerð sinni afsprengi
breytinganna og framvindunnar, nýja tímans. Þannig séð er að
vísu íslenskur módernismi jafngamall nútíma-bókmenntum í
landinu og ef til vill að endingu sterkasta áhrifsaflið í bókmennt-
um aldarinnar.
1 Eysteinn Þorvaldsson: Atómskáldin. Aðdragandi og upphaf módemisma
í íslenskri ljóðagerð. Rannsóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla
íslands. Fræðirit 5. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1980. — Hér
eftir er jafnharðan vitnað til bókar Eysteins með blaðsíðutali í svigum.
2 „Formálsorð". I.jóð ungra skálda 1944—54, Reykjavík 1954, 15—16.
3 Ólafur F. Hjartar: „íslenzk bókaútgáfa 1887—1966“. Árbók 1967. Lands-
bókasafn íslands, Reykjavík 1968. Töluyfirlit yfir bókaútgáfuna frá og
með 1965 hafa birst í Hagtiðindum, 1969 og síðan; og frá og með 1974 ár-
lega í íslenskri bókaskrá sem Landsbókasafn íslands gefur út.
4 Yfirlitið er tekið saman eftir efnisskránum í Árbók Landsbókasafns og
Islenskri bókaskrá með hliðsjón af viðauka og leiðréttingum sem birtust
ár fyrir ár í Árbókinni og af Bókaskrá 1944—75. I. Stafrófsskrá, Reykjavík
1978, sem Þjónustumiðstöð bókasafna gaf út. — Á stöku stað voru skrárn-
ar leiðréttar þar sem bók var augljóslega rangflokkuð. — Til einkaútgáfu
eru talin öll rit sem höfundur er skráður útgefandi að; ennfremur þau
rit þar sem útgefanda er ekki getið. — Fjölrit eru auðkennd sérstaklega
í skránni um íslensk rit í Árbók Landsbókasafnsins en ekki í íslenskri
bókaskrá; tala fjölrita 1975 er því áætluð, en mun síst of lág. — Undir
„ljóð alls“ eru talin öll rit sem getið er í efnisskránum og niðurstöðutala
leiðrétt þar sem við á. I töluyfirlitum Landsbókasafnsins er þessi tala
sumstaðar önnur.
5 Þarfleg ádrepa um „hugmyndafræði" er í grein eftir Þorstein Gylfason,
„Valdsorðaskak" í Afmœliskveðju til Tómasar Guðmundssonar, Reykja-
vík 1981, 207—210. Hyggilegt kann að vera að láta þetta orð kyrrt liggja
þegar ræða á um hugmyndaheim skáldskapar.
6 Ingemar Algulin: Tradition och modernism. Bertil Malmbergs och
Hjalmar Gullbergs lyriska förnyelse efter 1940-talets mitt, Stockholm
1969. — Aður hefur Fríða Á. Sigurðardóttir stuðst við skilgreiningu
Algulins í greininni „Einkenni nútíma í ljóðum Þorgeirs Sveinbjarnar-
sonar", Skirnir 1973, 54—74, og hentar hún að vísu allvel til nota Fríðu.
— Eysteinn Þorvaldsson getur ekki um athuganir hennar í bók sinni og
raunar um fátt eða ekkert sem aðrir hafa skrifað um viðfangsefni hans.
l Tradition och modernism, 83—112, 232—271.
8 Um ýmsar seinni bækur atómskálda er rætt í greinasafni mínu, Lika lif.
Greinar um samtíma bókmenntir, Reykjavík 1979.