Skírnir - 01.01.1981, Page 129
SKÍRNIR
FRÁ UPPREISN TIL AFTURHALDS
127
árum helgað sig ritstörfum og blaðamennsku sem sjálfs sín
herra. Opinber viðurkenning á rithöfundarstarfi hans kom skýr-
ast í ljós er alþingi kaus hann í flokk heiðurslistamanna á fyrri
hluta áttunda áratugar, enn ekki fimmtugan og því óvenjuungan
miðað við venjur. Þjóðfélagslegt álit og viðurkenningu má
einnig marka af því að Indriði var ráðinn framkvæmdastjóri
þjóðhátíðarnefndar vegna 1100 ára afmælis lýðveldisins, auk
þess sem hann liefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir rit-
höfunda og blaðamenn.1
Þessar staðreyndir úr æviferli Indriða G. Þorsteinssonar, sem
væntanlega eru flestum lesendum kunnar, eru hér tíundaðar til
að draga fram að búferlaflutningar Indriða úr sveit í borg hafa
fært honum bærilega efnalega afkomu (að því er ætla má) og
stöðu sem virtur samfélagsþegn. Hér hefur hann að sjálfsögðu
notið rithöfundarhæfileika sinna, en hvað sem ástæðum líður
má tvímælalaust skipa honum í flokk þeirra sveitaöreiga sem
tekist hefur að „vinna sig upp“ í þéttbýlinu.
Viðurkenningu sem rithöfundur hefur Indriði umfram allt
hlotið fyrir sögur sínar, skáldsögurnar 79 af stöðinni (1955) og
Land og syni (1963) auk þeirra tveggja sem þegar er getið og
þrjú smásagnasöfn (1951, 1957, 1965). Ekki verður sagt að
hann sé afkastamikill höfundur.2
Eðlilegt er að skipta rithöfundarferli Indriða í tvö tímabil og
má kalla að smásagnasafnið Mannþing (1965) sé á mörkum
þeirra. Á fyrra tímabilinu er höfundurinn í mótun. Þar gætir
vissrar togstreitu milli áhrifa frá erlendri og íslenskri frásagnar-
list og heimsmynd verkanna sýnist nokkuð óljós. í bestu smásög-
unum í Mannþingi og síðari skáldsögum liefur Indriði fullt vald
á persónulegum stíl, knöppum og nokkuð Ijóðrænum og heims-
myndin er skýr þegar skyggnst er undir yfirborð verkanna. í
fyrri sögunum stendur höfundur mjög nálægt viðfangsefni sínu,
skynjar það á gagnrýninn hátt en af lítilli yfirsýn, svo að lesandi
hefur tiltölulega frjálsar hendur að túlka. í síðari sögunum
stendur höfundur fjær þeim heimi sem hann skapar, hefur sýn
yfir hann. Vilji lesandi túlka þennan heim sjálfstætt verður hann
að brjótast undan áhrifavaldi höfundar og athuga heim hans frá
öðru sjónarhorni.