Skírnir - 01.01.1981, Page 130
128
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
III
Eins og þegar hefur verið getið má líta á Indriða G. Þorsteins-
son sem fulltrúa uppflosnaðra sveitaöreiga sem í umróti þess-
arar aldar, einkum stríðs- og eftirstríðsára, hafa orðið að skapa
sér nýja félagslega tilveru, nýja heimsmynd. Hin miklu skil í
lífi þessa fólks eru vitaskuld flutningar úr sveitinni, og þessi
vatnaskil eru viðfangsefni Indriða í fyrstu skáldsögum hans.
Leigubílstjórinn, sem er aðalpersóna 79 af stöðinni, er sveita-
piltur sem hefur sest að í höfuðstaðnum en er rótlaus og skortir
öryggi í fjandsamlegu umhverfi. Uppistaðan er ástarsaga og
sorglegur endir hennar ræðst meðal annars af stéttamun og ná-
vist erlends hers í landinu. Meginviðfangsefni höfundar er hins
vegar afstaðan til þess sem maður hefur yfirgefið, náttúrunnar
og starfs í samvinnu við hana. Þetta kemur skýrast í ljós í sam-
tölum sögumanns og eldri starfsbróður og vinar sem á sömu
sögu að baki, býr yfir sömu logsáru tilfinningum, en hefur tekist
að brynja sig nægilega til að geta afborið hið nýja líf. Aðalper-
sónan virðist vera á sömu leið, þangað til ástarævintýrið setur
hann út af sporinu. Sagan er full af ofurviðkvæmni sem höfund-
urinn reynir með talsverðum árangri að finna mótvægi í harð-
soðnum stíl. Sagan hefur sína galla, eins og eðlilegt er um byrj-
andaverk, en hún er metnaðarfull tilraun til að tjá félagslegt
umrót, svo að ekki sé sagt byltingu samtímans, með mjög ein-
faldri harmsögu ungs manns. Höfundur reynir hvorki að sýna
hvar breytingaferlið hefst né hvar það endar, en verk hans birt-
ir samfélagsbyltingu, skynjaða innan frá, ef svo má að orði kom-
ast. Sú glötun sem fylgir byltingunni er leidd í ljós án þess að
óhjákvæmileiki hennar sé dreginn í efa.
Næsta skáldsaga Indriða, Land og synir, gerist hinum megin
við skilin, lýsir aðdraganda að flutningum úr sveit í borg rétt
fyrir seinni heimsstyrjöld. Ungi maðurinn, sem er aðalpersóna
þessarar bókar, finnur sárt til þeirrar hrópandi mótsagnar sem
er milli vonanna sem ungmennafélagshreyfing og samvinnu-
hreyfing höfðu vakið í byrjun aldarinnar og höfðu borið fram
lífsbaráttu föður hans á sínum tíma, og þeirrar fátæktar og strits
sem í raun og veru hafði fallið smábændum eins og föðurnum í